Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 72
áður fyrr. Glíma var náttúrlega í hávegum höfð enda glímdu þá
allflestir karlmenn. Ein íþrótt sem þeir léku var kölluð „að bera
bréf til páfans“, og líklega eru þeir fáir nú í dag sem vita hvernig sú
íþrótt var, og þeir sem fæddir eru eftir 1910—20 hafa tæplega
hugmynd urn það. En hún var þannig að tveir menn báru rá á
milli sín og á ránni sat maður en þeir höfðu poka til að slá í fæturna
á honum og kippa honum af. En mér er sagt að þeir hafi aldrei
komið afa mínum af ránni hvernig sem þeir létu.
Hann þótti góður klettamaður og var gjarnan fenginn til að ná í
kindur sem voru í sjálfheldu eftir að allt var orðið í klakaböndum.
Mér var sýnd gjá á Eyjurn fyrir tveimur eða þremur árum og við
skoðuðum í kíki hvar hann er sagður hafa stokkið yfír gjána. Allt
var í svellum, en hann stökk lítið eitt ofan í móti á snös hinumegin
sem var auð fyrir annan fótinn, en meira var það nú ekki. Þar gat
hann komist áfram, náð kindinni og kornið með hana. Menn
fundu að þessu við hann og sögðu: „Þú drepur þig á þessu,
rnaður, þú ferð alltof glannalega.“ Hann var oftast hægur í svör-
um, hæglátur í orðum, en hitti oft vel í mark. Þá var það orðtæki
hjá honum þegar fundið var að þessu við hann: „Ja, þetta gat
orðið hættulegt.“ Svo hafði hann ekki fleiri orð urn það.
Þegar afi minn var á Klúku fór hann oft niður ána og út á
Bjarnarfjörð til að ná í fisk og var svo seigur að fá stórlúðu að
undrum sætti og oft veiddi hann lúðu þó aðrir fengju ekki neitt.
Eg velti því lengi fyrir mér hvernig á þessu hefði staðið að hann
veiddi en aðrir ekki, og eftir marga áratugi komst ég loks að
leyndarmálinu. Svoleiðis var að hann fór með nýjan silung í beitu,
en það er einhver allra besta beita fyrir stórlúðu sem til er, en hana
höfðu hinir ekki og þar var skýringin komin.
Einu sinni sem oftar eftir að afi minn var kominn í Asparvík
þurfti liann að fara á sjó á jullunni sem fræg var orðin. Eg lærði á
henni áralagið þar sem hún lá bundin við árbakkann þegar við
vorum á Klúku. Nema að í þessari ferð fær hann stórlúðu og það
er enn í dag óráðin gáta hvernig hann gat tekið hana inn á þessa
litlu kænu. Hún tolldi hvergi nokkurs staðar á borð, ekki einu
sinni gaflinn. Hvernig fór hann að þessu? Ég átti tal um þetta við
Benjamín á Eyjurn og við reyndum að gefa okkur skýringu, og
70