Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 77
Þegar Jónína fær fréttirnar horfir hún á ömmu, grípur svo í
pilsið hennar og fer að gráta. Þá hugsaði amma sem svo: „Eg ætla
ekki að fara að hrekja barnið frá mér. Þeir geta hirt sína peninga.
Eg vil ekki sjá þessar meðgjafir þeirra." Svo fer hún að tala við afa
og segir honum að hún sleppi ekki telpunni. Hann var afskaplega
rólegur eins og svo margir hraustir menn og hógvær í svörum.
En hún var að skamma hann alla vikuna og brýna hann til að
sleppa ekki telpunni. En hann sagði eins og satt var: „Það er ekki
fyrir mig að ganga móti lögunum." Ef nútímafólk heldur að
alþýða rnanna hafi í þá daga notið einhverra sérstakra mannrétt-
inda þá ætti það að lesa sér betur tii, því flest mátti bjóða alþýðu
manna þá. Afi vissi að það gæti orðið honum dýrkeypt að ganga
móti lögunum. en næsta sunnudag ætlar Ingimundur að sækja
Jónínu.
Svo rennur sunnudagurinn upp. Þá kemur Ingimundur og
tveir menn með honum. Þeir voru allir ríðandi og með lausan hest
til að láta Jónínu sitja á. Það er bankað á Klúku en aldrei slíku vant
var óeðlilega seint gengið til dyra. Þeim var farið að leiðast eftir að
lokið yrði upp. Loks fer afi til dyra, gengur út fyrir og stendur
fyrir dyrunum. Þar talast þeir við. Ingimundur segist vera kom-
inn að sækja telpuna. Þá segir afi þessi eftirminnilegu orð: „Ja,
hún Guðrún hefur nú verið að nefna það við mig að hún sleppti
ekkert telpunni.“ Ingimundur reiðist að vonum því það var búið
að ákveða þetta og segir: „Eg sæki hana þá í bæinn undir þessa
votta. Ekki fannst nú afa mínum nema eðlilegt að hann gerði það.
Svo kemur Ingimundur. Hann var stór maður og þungur. Hann
þrífur í öxlina á afa og ætlar að stjaka honum frá dyrunum. En
hann bregður snöggt við, tekur manninn á klofbragði og hefur
endaskipti á honum, hendurnar niður við jörð en fæturnir upp í
loftið og heldur utan um hann rniðjan. Þá segir Ingimundur, því
hann var maður greindur: „Heyrðu, Bjarni minn, eigum við ekki
að hætta?“ Jú, jú, hann var alveg ásáttur með það. Anægjulegast
var að engir eftirmálar urðu eftir þennan atburð. Málið var alveg
látið niður falla og Jónína fór hvergi.
Eitt sinn var afi rninn á ferð ásarnt fleiri mönnum og voru þeir
tólf saman. Ekki veit ég með vissu hvaðan þeir voru að koma, en
75