Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 81
leggja baggann á bak sér og koma honum heim með þeim hætti.
Kom þá rnargur þreyttur heim með baggann sinn. Að geta komið
við flutningi á sjó tók öllu öðru fram um þægindi og það magn,
sem hægt var að koma í einni ferð, ef vel lánaðist með veður. Til
þess var því oftast gripið hér um slóðir og annars staðar þar sem
byggðin lá að sjó. En því varð ekki ávallt við komið. Þar réðu veður
og vindar. Var þess þó oft beðið að veður gæfi á sjó, ef ekki lá
brýnna fyrir.
Einn var sá flutningur, sem ekki varð frestað og var mikið í húfi
að kæmist nær samstundis heim. Það var heimflutningur sláturs
(innmatar úr slátursfé) á haustin í sláturstíð. Ef ekki var hægt að
koma því heim tafarlaust lá það undir skemmdum. Það sem átti að
verða vetrarforði heimilanna spilltist fljótt og varð illt að gera úr
því góðan mat. Sköpuðust oft erfiðleikar í þessu sambandi hjá
þeim sem áttu um langleiðir að fara, hvort sem var á sjó eða landi.
Eitt slíkt atvik hefur stundum komið mér í hug sem lýsir þessu
nokkuð. Þegar Haukur Jóhannesson talaði við mig fyrir nokkrum
dögum og mæltist til þess við mig að ég legði Strandapóstinum —
tímariti Atthagafélags Strandamanna — eitthvað til, rifjaðist þetta
enn upp fyrir mér. — Mér er þó ljóst að hér er ekki um neitt
sérstakt söguefni að ræða, heldur atburð úr hversdagslífi þeirrar
tíðar sem ég man.
Það var haustið 1923, að rekið var til slátrunar frá Ofeigsfirði.
Það mun þá hafa verið með stærstu slátursrekstrum frá einum bæ.
Ég var þá vinnumaður hjá Guðmundi Péturssyni í Ófeigsfírði og
Sigríði dóttur hans, sem þá var fyrir búi með honum. Eg, ásamt
öðrum, rak reksturinn til Norðurfjarðar og vann við slátrunina
eins og skyldan bauð. Slátrað var á laugardegi. Svo seint var
slátrun lokið að ekkert var átt við að búa innvolsið til heimflutn-
ings þann dag. Leið svo nóttin. Ekki var um gott að gera um
heimflutninginn. Helst var það fyrir hendi að fá hesta lánaða á
bæjunum í Norðurfirði og reiða það á þeim norður yfir Eiðið
(hálsinn sem skilur að Norðurfjörð og fngólfsfjörð) á hestum. Það
gat verið æði fyrirhafnarsamt, og svo þaðan á bát yflr að Seljanesi,
ef ekki reyndist fært í Ófeigsijörð. Og síðan frá Seljanesi inn í
Ófeigsfjörð. Þegar það er athugað, að ekki var talið að meira en 10
79