Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 81

Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 81
leggja baggann á bak sér og koma honum heim með þeim hætti. Kom þá rnargur þreyttur heim með baggann sinn. Að geta komið við flutningi á sjó tók öllu öðru fram um þægindi og það magn, sem hægt var að koma í einni ferð, ef vel lánaðist með veður. Til þess var því oftast gripið hér um slóðir og annars staðar þar sem byggðin lá að sjó. En því varð ekki ávallt við komið. Þar réðu veður og vindar. Var þess þó oft beðið að veður gæfi á sjó, ef ekki lá brýnna fyrir. Einn var sá flutningur, sem ekki varð frestað og var mikið í húfi að kæmist nær samstundis heim. Það var heimflutningur sláturs (innmatar úr slátursfé) á haustin í sláturstíð. Ef ekki var hægt að koma því heim tafarlaust lá það undir skemmdum. Það sem átti að verða vetrarforði heimilanna spilltist fljótt og varð illt að gera úr því góðan mat. Sköpuðust oft erfiðleikar í þessu sambandi hjá þeim sem áttu um langleiðir að fara, hvort sem var á sjó eða landi. Eitt slíkt atvik hefur stundum komið mér í hug sem lýsir þessu nokkuð. Þegar Haukur Jóhannesson talaði við mig fyrir nokkrum dögum og mæltist til þess við mig að ég legði Strandapóstinum — tímariti Atthagafélags Strandamanna — eitthvað til, rifjaðist þetta enn upp fyrir mér. — Mér er þó ljóst að hér er ekki um neitt sérstakt söguefni að ræða, heldur atburð úr hversdagslífi þeirrar tíðar sem ég man. Það var haustið 1923, að rekið var til slátrunar frá Ofeigsfirði. Það mun þá hafa verið með stærstu slátursrekstrum frá einum bæ. Ég var þá vinnumaður hjá Guðmundi Péturssyni í Ófeigsfírði og Sigríði dóttur hans, sem þá var fyrir búi með honum. Eg, ásamt öðrum, rak reksturinn til Norðurfjarðar og vann við slátrunina eins og skyldan bauð. Slátrað var á laugardegi. Svo seint var slátrun lokið að ekkert var átt við að búa innvolsið til heimflutn- ings þann dag. Leið svo nóttin. Ekki var um gott að gera um heimflutninginn. Helst var það fyrir hendi að fá hesta lánaða á bæjunum í Norðurfirði og reiða það á þeim norður yfir Eiðið (hálsinn sem skilur að Norðurfjörð og fngólfsfjörð) á hestum. Það gat verið æði fyrirhafnarsamt, og svo þaðan á bát yflr að Seljanesi, ef ekki reyndist fært í Ófeigsijörð. Og síðan frá Seljanesi inn í Ófeigsfjörð. Þegar það er athugað, að ekki var talið að meira en 10 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.