Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 102
bróðir Guðmundur Pétursson á Dröngum með 104 kindur. Sá
þriðji í röðinni var Guðmundur Arngrímsson á Eyri. Hann átti 86
kindur. Meðaltal á býli er 38 kindur (fjáreign húsfólks ekki talin
þar með). A tíu býlurn voru færri en 20 kindur og tólf með 50 eða
fleiri.
Fjórtán búsmenn voru skráðir sem fjáreigendur. Sex þeirra
voru búsettir á Gjögri. Sá þeirra sem flestar kindur átti, 14 að tölu,
var Eiríkur Guðmundsson á Víganesi. Á tveimur býlanna voru
þrjár kýr (geldneyti ekki talin með). Á sextán þeirra voru tvær kýr,
en á nítján var ein kýr. Fjórir húsmanna eiga eina kú hver, en hinir
enga.
Hrossaeign hreppsbúa var 99 hestar fullorðnir. Átta þeirra
voru í eigu húsmannanna. Flest hross voru á prestsetrinu í Árnesi,
í Ófeigsfirði og hjá kaupmanninum á Reykjarfirði (Kúvíkum), sex
talsins á hverjum stað. Á níu býlurn var aðeins einn hestur.
Heyfengur í hreppnum var alls 6683 hestburðir, sem skiptist
þannig, að taða var 1203 hestar og úthey 5490 hestar. Hlutur
bændanna var 1180 hestar af töðu og 4630 hestburðir af útheyi.
En heyskapur húsmanna var mest á útengi. Þeir afla 860 hesta
útheys en einungis 23 hestburði af töðu. Mestur heyfengur var í
Ófeigsfirði hjá Guðmundi Péturssyni, 480 hestar, þar af 80 hestar
taða. Á prestsetrinu í Árnesi voru heyjaðir 370 hestar, þar af 70 af
töðu. Hreppstjórinn Guðbrandur Guðbrandsson í Veiðileysu
fylgir á eftir með 300 hestburði þar af 50 hestar af töðu.
Svörður (mór) hefur mikið verið notaður til eldsneytis eins og
víðast á landinu, þótt rekaviður væri notaður eftir því sem til féll á
rekaljörum hreppsbúa. Svörður virðist hafa verið tekinn upp á
öllum bæjum að einum undanskildum (þ.e. Drangavík) þetta árið.
I skýrslunni kemur fram að svarðartekjan hefur verið um 5460
hestar. Á 27 býlum hefur verið aflað 100 hesta eða meira. Minnst
er mótekja 50 hestburðir á þremur bæjum. Húsfólk hefur einnig
aflað sér eldsneytis með mótekju utan einn.
Jarðabætur bafa ekki verið algengar um þessar mundir. Einn
bóndi hefur þó unnið að þúfnasléttun og sléttar fO ferfaðma af
túni sínu. Það var bóndinn á Kambi, Kristinn Magnússon. Þess ber
að geta að líklegast bafa engin jarðvinnslutæki til slíkra hluta verið
100