Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 111
og sérstaklega var skuturinn vel lagaður til að hleypa undan
vondri báru, því að hann var breiður og burðamikill. Þeim bátum,
sem eru þunnir á skutinn, hættir við að grafa sig niður að aftan,
sem er afleitt. En þessi trilla varði sig jafnan snilldarlega á undan-
haldi. Og stærri bátur var naumast okkar meðfæri, því að við
urðum að setja hann upp eftir hvern róður nema þegar best var
og blíðast á vorin og sumrin. Eg var eitt sinn spurður, hvort þetta
væri ekki fulllítill bátur fyrir okkur, þar sem við færum nú oft
lengra en á fjörðinn. Eg svaraði á þá leið, að það hefði ekkert að
segja, þó báturinn væri lítill, því maður þyrfti alltaf á Guðshjálp að
halda, hvort sem væri. Og ég trúi því ennþá að það sé rétt.
Veturinn áður en þetta var, létum við hækka bátinn um eitt
borð, því að okkur þótti hann of borðlágur, og við það gjör-
breyttist hann til batnaðar, enda var það enginn klaufi, sem það
gerði, það var sá góði bátasmiður Ingi Guðmonsson á Drangsnesi.
Mér er nær að halda, að hefði báturinn ekki verið búinn að fá
þessa borðhækkun í umræddum fiskiróðri hefði hann skorið bár-
una æðimikið inn í sig, og jafnvel að sjóferðirnar hefðu þá ekki
orðið fleiri hjá okkur.
Þetta var á þriðjudag viku eftir leitir árið 1940. Það átti að heita
að róðrar væru byrjaðir eftir heyskapinn og fyrstu fjárrekstra til
Hólmavíkur. Það var fiskreyta á handfæri frarn af Bitrufirði, þar á
grynningunum og Smáhamrabátarnir réru þangað með færi
svona í byrjun vertíðar, en venjulega var fiskað á lóðir og það
kusum við bræðurnir að gera og beittum í því skyni 20 lóðir um
nóttina. Með birtingu sigldum við úr Naustavíkinni í góðu veður-
útliti og tókum stefnuna út úr Steingrímsfirði og austur á Húna-
flóa þar sem við töldum að aflavon væri meiri en á firðinum.
Slóguni við ekki af ferðinni fyrr en við vorum kornnir út á Svart-
foss. Beygðum við þá til norðurs fyrir austan Grímsey lögðum
lóðirnar og létum Kollafjarðarneskirkju bera í fossinn í botni
Kollafjarðar og vísa okkur þannig á miðið. Þetta gekk allt að
óskum í fyrstu og fengum við okkur hressingu meðan við gáfum
leguna. En þegar við byrjuðum að draga lóðirnar urðurn við þess
áskynja að veðurbreyting var í aðsigi. Það var komin þung undir-
alda þótt enn væri hægviðri og úti fyrir flóanum hlóðst upp
109