Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 111

Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 111
og sérstaklega var skuturinn vel lagaður til að hleypa undan vondri báru, því að hann var breiður og burðamikill. Þeim bátum, sem eru þunnir á skutinn, hættir við að grafa sig niður að aftan, sem er afleitt. En þessi trilla varði sig jafnan snilldarlega á undan- haldi. Og stærri bátur var naumast okkar meðfæri, því að við urðum að setja hann upp eftir hvern róður nema þegar best var og blíðast á vorin og sumrin. Eg var eitt sinn spurður, hvort þetta væri ekki fulllítill bátur fyrir okkur, þar sem við færum nú oft lengra en á fjörðinn. Eg svaraði á þá leið, að það hefði ekkert að segja, þó báturinn væri lítill, því maður þyrfti alltaf á Guðshjálp að halda, hvort sem væri. Og ég trúi því ennþá að það sé rétt. Veturinn áður en þetta var, létum við hækka bátinn um eitt borð, því að okkur þótti hann of borðlágur, og við það gjör- breyttist hann til batnaðar, enda var það enginn klaufi, sem það gerði, það var sá góði bátasmiður Ingi Guðmonsson á Drangsnesi. Mér er nær að halda, að hefði báturinn ekki verið búinn að fá þessa borðhækkun í umræddum fiskiróðri hefði hann skorið bár- una æðimikið inn í sig, og jafnvel að sjóferðirnar hefðu þá ekki orðið fleiri hjá okkur. Þetta var á þriðjudag viku eftir leitir árið 1940. Það átti að heita að róðrar væru byrjaðir eftir heyskapinn og fyrstu fjárrekstra til Hólmavíkur. Það var fiskreyta á handfæri frarn af Bitrufirði, þar á grynningunum og Smáhamrabátarnir réru þangað með færi svona í byrjun vertíðar, en venjulega var fiskað á lóðir og það kusum við bræðurnir að gera og beittum í því skyni 20 lóðir um nóttina. Með birtingu sigldum við úr Naustavíkinni í góðu veður- útliti og tókum stefnuna út úr Steingrímsfirði og austur á Húna- flóa þar sem við töldum að aflavon væri meiri en á firðinum. Slóguni við ekki af ferðinni fyrr en við vorum kornnir út á Svart- foss. Beygðum við þá til norðurs fyrir austan Grímsey lögðum lóðirnar og létum Kollafjarðarneskirkju bera í fossinn í botni Kollafjarðar og vísa okkur þannig á miðið. Þetta gekk allt að óskum í fyrstu og fengum við okkur hressingu meðan við gáfum leguna. En þegar við byrjuðum að draga lóðirnar urðurn við þess áskynja að veðurbreyting var í aðsigi. Það var komin þung undir- alda þótt enn væri hægviðri og úti fyrir flóanum hlóðst upp 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.