Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 113

Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 113
bæta við vélina eða hægja á henni, því að mikil keyrsla undan krappri báru getur valdið of mikilli ferð og þar með hættu á að keyra sig niður eins og grunur er á, að komið hafi fyrir suma báta á undanhaldi. Á þessari heljarsiglingu munaði oft litlu að illa færi, það er mér óhætt að segja. Sérstaklega var útlitið ískyggilegt, þegar ein báran var nærri búin að draga okkur uppi og kaffæra okkur. Ég sá hvar þessi holskefla hóf sig upp stutt á eftir okkur og nálgaðist bátinn óðfluga eins og hún ætti við hann sérstakt erindi, og eftir hæð hennar að dæma var hún líkleg til þess að afgreiða það í fyrstu atrennu. Engin leið var að sleppa út fyrir hana á stjórnborða vegna þess hve löng hún var. Eina ráðið var því að sveigja á bakborða. Það hafði horft á Smáhamra, en nú tók ég stefnu á Ennishöfða og keyrði vélina eins og hún hafði kraft til. Þessi viðleitni til að sigla sniðhallt fyrir endann á holskeflunni var í raun og veru keppni upp á líf og dauða. Litli báturinn flaug áfram, en aldan var á hælum okkar og gnæfði yfir okkur eins og veggur. Ég sat á þóftu aftan við vélarhúsið og studdi vinstri olnboganum ofan á lokið, sem var yfir húsinu, svo að það lyftist ekki þegar sjórinn kæmi yfir það, því að bensínvélar eru fljótar að stoppa við ágjöf. Rétt um það bil, sem við erurn að sleppa fyrir endann á bárunni, hefur hún sig upp og skellur yfir skutinn og nokkuð af henni fór frarn fyrir fremstu þóftu, en lítið þó. Ég kalla til Rúna að pumpa. Honum varð að orði um leið og hann byrjaði að dæla sjónum útbyrðis: Ég er alveg hissa að þetta skuli ekki vera meira, jafn illa og áhorfðist fyrir okkur. — Sjórinn, sem byltist yfir skutinn, rann strax fram eftir bátnum þannig að skuturinn lyftist von bráðar og vélin stöðvaðist ekki. Það var fyrir ganghraðann á bátnum, að kraftmesti brotsjórinn náði ekki til okkar og því vor- urn við ennþá ofansjávar, en þarna munaði áreiðanlega ekki nema broti úr mínútu að slys yrði. Ég snéri nú bátnum aftur og hélt áleiðis að Smáhömrum og nú var gott að fara þar sem báran var nýbrotin enda notaði ég það og fór í kjölfar hennar. Stuttu síðar fór sjólag batnandi, enda vorurn við þá komnir inn á Hnúfur, sem er fiskimið í mynni Steingríms- fjarðar. Þegar við lentum á Smáhömrum voru allir bátarnir 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.