Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 114
komnir að landi. Höfðu þeir farið af miðunum strax þegar tók að
hvessa, enda ekki gott að vera við færi í órólegheitum.
Við gerðum fiskinn til á Smáhönrrum og lögðum hann þar inn.
Hausaður og slægður vigtaði aflinn 700 pund. þannig að hleðslan
á heimsiglingunni hefur verið um 1.000 pund, sem hefur verið
hæfileg kjölfesta fyrir bátinn eins og á stóð.
Við settum bátinn upp á Smáhömrum og gengum inneftir heim
til okkar. Bæði var veðurofsinn mikill og svo vissum við að vont var
að lenda í Naustavíkinni því að í norðaustan garði var jafnan brim
og skakkafall við ströndina, en við liðfáir, venjulega aðeins tveir
bræðurnir auk Kristjönu systur okkar. Annars settum við það nú
sjaldan fyrir okkur að lenda þar þó vont væri, en í þetta sinn fannst
okkur ekki vert að gera það.
Eg held að fáir bátar af Selströnd hafí róið þennan dag. Eg frétti
þó, að Jón Atli frá Hamarsbæli hefði verið á sjó og farið eitthvað
útfyrir, líklega á Tangana. Haft var eftir honum að sjólag hefói
verið orðið slæmt, það hefðu verið farin að koma rið, sem svo er
kallað þegar brotsjóa verður vart, og var hann þó kominn í land
mun fyrr en við.
Þá hef ég nú fært þennan eftirminnilega fiskiróður í letur mér
til dægrastyttingar f elli minni og einveru. Eg minnist þess ekki að
hafa talað um þessa sjóferð við einn eða neinn. Sjómenn gera nú
frekar lítið að slíku. Margir hafa orðið fyrir svipaðri lífsreynslu og
því finnst manni að jafnvel tvísýnar sjóferðir séu varla frásagnar-
verðar. Og svo er annað til viðbótar, sem dregur úr sagnagleðinni:
Skyldmennin sem bíða í landi eru oft hrædd um sína nánustu í
áhlaupsveðrum eins og eðlilegt er og því er ekki vert að ala á
óttanum með því að segja frá svaðilförum. — Hér vil ég bæta við,
að Friðrik, sonur Ruuólfs bróður míns, var með okkur fyrstu tvö
haustin sem við vorum á trillunni. Hann átti þá heima á Kirkju-
bóli. Þennan umrædda dag var hann ekki með okkur vegna þess
að þá var hann við íjárrekstur til Hólmavíkur og slátrun. Ef slys
hefði orðið á okkur þann dag, þá hefði mátt taka undir með
málshættinum sem segir: Skilur á milli feigs og ófeigs. — En sem
betur fór kom nú ekki til þess.
1 þessari sjóferð hefði verið gott að hafa olíu eða lýsi til að láta í
112