Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 121
öðru hverju sitt á hvað að okkur fannst, héldurn við áfram í þeirri
von að þá og þegar myndi birta svo að við mundum sjá heiðarveg-
inn en sú von brást. Loks komum við að nokkuð stórum steini,
stönsuðum við þar um stund og réðum ráðum okkar, héldum
síðan af stað aftur, auðvitað, að við héldum, í rétta átt. Gengum við
nú langa stund og var drífan ávallt jafn svört, svo við sáum ekkert
frá okkur. Allt í einu komum við á slóð eftir menn. Það lifnaði þá
heldur en ekki yfir okkur, við héldum víst að nú værum við að
komast á heiðarveginn og þetta væri slóð eftir menn sem farið
ltefðu yfir heiðina þá um daginn. Röktum við slóðina þar til við
sáum fyrir dökkva í dimmunni, töldum við víst að það væri vörðu-
brot en sú von brást. Þegar við kornurn að þessurn dökkva sáum
við að það var sami steininn og við höfðum komið að fyrr um
daginn. Við sáum nú að við vorurn villtir. Aftur stönsuðum við þar
stundarkorn, en héldum síðan aftur af stað í þá átt er við töldurn
líklegasta. Gengum við nú þar til birtu tók að halla, komum við þá
á örlítið holt og á því var steinn um það bil hné hár. Við vorurn þá
farnir að finna talsvert til þreytu, því færð fór sífellt versnandi.
Við ræddum þá urn hvort við ættum að halda lengur áfram. Eg
taldi að það væri ekki til annars en auka okkur erfiðið og taldi ég
því best að láta þarna fyrir berast um nóttina. Við vorurn farnir að
þreytast (við bárum yfir 4 ijórðunga hvor) og væri því best að
setjast hér að til morguns. Andrés féllst á það. Við vorum vel
útbúnir með föt og nesti sem okkur myndi endast til þriggja daga.
Þegar við settumst að var sama hlaðnings kafaldið, frost vægt og
örlítið gola, en hvaða átt var vissurn við ekki. Strax og við höfðum
ráðið það af að láta þarna fyrir berast um nóttina náði ég í sokka úr
poka mínnm og hafði sokkaskipti, því við vorum báðir votir í
fæturna, einnig var ytri fatnaður okkar blautur. Vildi ég að And-
rés hefði sokkaskipti líka, en hann kvað sér vera vel heitt og þar
sent veðrið væri frostvægt mundi sér verða nógu heitt. Eftir að
hafa fengið bita af nesti okkar lögðum við okkur þar fyrir.
Þegar líða fór á kvöldið tók að hvessa og frostið að aukast og er
iítið var liðið á nóttina var kominn hörkubylur. Við lágum þarna á
bersvæði að öðru leyti en því að við gátum haft steininn til skjóls
fyrir höfuð okkar. Þetta var því frekar köld nótt, ytri föt okkar
119