Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 141
konan góða hjá lækninum heima. Þaðan af síður móðir hans og þá
kom gráturinn aftur af enn meiri krafti. — Það eina sem honum
þótti vænt um á þessum stað var móðir hans, en nú var hún farin.
Hann var hér einn meðal ókunnugra, yfirgefinn af þeim sem
hann treysti. Lítið barn skynjar ekki ævinlega lög og reglur þeirra
fullorðnu. Að vera einn meðal ókunnugra í stóru húsi ósjáandi allt
það sem minnti hann á sinn uppruna við ijörðinn heima. Þegar
honum var ljóst að hér átti hann einskis að vænta, braust grátur-
inn fram í miklu meiri trega en nokkurn tíma áður. Aldrei hafði
annað eins táraflóð runnið úr augum hans. Koddinn var blautur,
lakið líka sem næst honum snéri. Það var sama hvað reynt var,
öngvum tókst að hugga hann. Það var mesta undrun hvað þessi
veiki líkami gat framleitt mikil hljóð, sennilega mundu ekki marg-
ir geta sofið í næstu stofum. Fernt eða fímm manns raðaði sér í
kringum rúm litla veika drengsins, allir reyndu sem þeir gátu, en
árangur var enginn.
Þegar þetta hafði staðið í langa stund var hjúkrunarliðinu hætt
að lítast á blikuna. Barnið grét öngvu minna hvað sem reynt var,
og þar kænti, að þessi hrjáði líkami mundi sennilega ekki þola
rneira álag öllu lengur. Einhver kvað upp úr með að móður
drengsins yrði að sækja, slík ósköp höfðu þarna skeð, og á lífi
drengsins gat oltið að þessi grátur yrði sem fyrst stöðvaður. Móð-
irin kom, með sínar mjúku hendur og lagði þær að vanga veika
barnsins, gráturinn minnkaði, hann þekkti handtökin. Á eftir
kom mikill ekki sem seint ætlaði að hætta, en þá var langt liðið á
nótt. Ekki var hann ánægður fyrr en mamma hans hringaði sig
niður í litla rúmið við hlið hans. Og með höfuð sitt við barrn
móður sinnar sofnaði hann.
Þegar móðirin yfirgaf litla drenginn sinn blessaði hún yfír hann
og óskaði honum góðs afturbata og bað engla himinsins að vaka
yfir honum og gæta lians í sinni fjarveru.
Þegar litli drengurinn vaknaði næsta morgun skimaði hann í
kring urn sig til að átta sig á hvar hann væri. Hann horfði á stólinn
sem móðir hans hafði setið á, hann vissi að hún var farin, kannski
sæi hann hana aldrei aftur. Þá einu mannveru sem honum var
einhvers virði. Pabba hafði hann ekki átt, í þeim skilningi sem
139