Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 153

Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 153
aldrei sagt það vera brennivín. Hann gæti ekki neitað því að steinolía væri góð á sinn hátt, a.m.k. væri ekki gott að vera án hennar. í annað sinn kom sami maður til mín í búðina og bað mig sem oftar að gefa sér „snaps“. En hann kvaðst ekki gera sig ánægðan með eintómt brennivínið, hann vildi fá bitter í það. Eg taldi öll tormerki á því og sagði, að bitterinn væri dýr og lítt falur. En hann sat við sinn keip. Skrapp ég þá með leirbrúsa inn í skrifstofuna. I honurn var blek. Helti ég bleki í staup og gekk síðan með það til hans og sagði honurn, að hann yrði að stinga það út strax. Hann gerði það, og fann ekki að neinu, en hann varð nokkuð dökkur um munninn eftir sopann, og þeir sem í búðinni voru, urðu þess varir hvað fram fór. Ekki var ég þó kærður fyrir húsbónda mínum í þetta sinn. — Haustið 1879 var mér orðið ljóst, að ég gat ekki unað því lengur að hafa alls ekkert fé á milli handa. Kaup hafði ég ekkert hjá verzluninni, enda var ekki um það að ræða samkvæmt þeirn samningi, sem Bryde kaupmaður gerði við skólastjórann. Til þess að geta veitt mér eitthvað umfram fæði, húsnæði og nauðsynleg- asta fatnað, þurfti ég því með einhverjum ráðum að afla mér aukatekna. Á jólunum 1879 gaf Sveinn mér 6 krónur í jólagjöf. Eg gladdist yfir þessum vinarhug, en hann gerði mér annan greiða þennan vetur, sem var mér margfalt meira virði. Hann hafði einhvern- tíma lært bókband og átti öll áhöld til þess að geta bundið bækur. Tók hann þau nú fram og kenndi mér að nota þau. Gekk það greiðlega. Bóndinn á Fögrubrekku, ungur og viðfelldinn maður, Sigurður að nafni, fékkst við bókband. Hann útvegaði mér efni til bókbands úr Reykjavík. Fyrir hans tilstilli gat ég bæði gyllt kjöl og litað snið bókanna. Er ég hafði lært bókbandið, gat ég bætt úr skorti á einni vöruteg- und, sem ekki fluttist til verzlananna á Borðeyri. Það voru bækur til að skrifa í fundargerðir, t.d. fyrir hreppsnefndir, og vasabæk- ur. Var þó nokkur eftirspurn eftir þessum bókum. Fékk ég hent- ugan skrifpappír í verzluninni, batt síðan úr honum vasabækur og 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.