Strandapósturinn - 01.06.1998, Qupperneq 12
um aldri. Aðalfundurinn var síðan 13. maí og haustfagnaðurinn
23. október, þar léku Snillingarnir fyrir dansi fram á nótt.
Atthagafélagið hélt golfmót, annað árið í röð, á Bakka-
kotsvelli í Mosfellsdal 13. september 1998. Leikinn var 18 holu
höggleikur, með og án forgjafar. Ræst var út á öllum teigum í
einu, keppendur voru 33. Hvasst var og kalt. Karl Loftsson og
Sigvaldi Ingimundarson sáu um mótstjórn.
Helgina 14.-16. ágúst var ákveðið að fara í hina árlegu ferð
Strandamanna og skella sér á Vestfirði í þetta skiptið. Föstudags-
morguninn 14. mættum við, 36 hressir Strandamenn, á Um-
ferðamiðstöðina, en lagt var af stað þaðan um níuleytið. Farið
var norður með smá stoppi í Borgarnesi og Brú og síðan var
stoppað í tvo tíma á Hólmavík. Sumir fengu sér að borða á Café
Riis, en aðrir skoðuðu sig um í plássinu. Þar bættust í hópinn
þær Guðfínna og Kristín í Reykjarfirði. Haldið var af stað frá
Hólmavík upp úr þijú, ekið yfir Steingrímsfjarðarheiði og inn að
Kaldalóni og komið við þar. Síðan áfram út í Unaðsdal, þar var
snúið við og haldið að Reykjanesskóla.
A Reykjanesi var tekið frábærlega vel á móti okkur og allt gert
eins vel og hægt var. Allir fengu góð herbergi og gátu farið í
sund eða lagt sig. Maturinn var kl. 18.00 og var hlaðborð, okkur
fannst eins og við værum komin í fermingarveislu, slíkar voru
kræsingarnar. Ferðalangarnir borðuðu sig vel sadda og síðan var
spilað og sungið fram á kvöld. Fóru allir ánægðir í háttinn.
Fólkið var vakið kl. 8.00 í morgunverð, því þeirra harði farar-
stjóri, undirrituð, var ákveðinn í að fara af stað kl. 10.00. Það
stóðst, allir voru komnir út á réttum tíma. Margréti Karlsdóttur
hótelstýru voru þakkaðar frábærar móttökur og fyrir góðan mat.
Eigum við örugglega eftir að koma þar við síðar.
Bílstjórinn okkar, Guðmundur Sigurðsson, vildi endilega að
við kæmum við í Vatnsfirði hjá séra Baldri, því hann væri mjög
gaman að hitta. Eru til margar góðar sögur um þann mann, sem
vöktu mikinn hlátur í rútunni. I Vatnsfirði kom síðan á móti
okkur leiðsögumaður frá Flateyri, Guðmundur Ragnar Björg-
vinsson. Tók hann nú við stjórn og var alveg frábær í að útskýra
og segja okkur frá öllu því helsta um Vestfirði.
Næst var stoppað í Djúpmannabúð og síðan við minnismerki
10