Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 26
mikið vera ef það gengur ekki eitthvað illa hjá þeim á Svaninum
í dag.“ Þeir feðgar fóru svo niður og á sjóinn til að draga. Við
landmennirnir héldum nú áfram að stokka línuna og ganga frá
einu og öðru sem tilheyrir vertíðarlokum.
A ellefta tímanum fór talsvert að hvessa og fór að reka á rok-
hviður með slydduéljum. Fórum við þá að tala um að svo gæti
farið að bátarnir gætu ekki náð að draga alla línuna. Þá segir
Guðjón allt í einu: „Mig dreymdi nú eitthvað óhugnanlega í
nótt, eins og Bensa, mér fannst við vera hérna að stokka lóðirn-
ar, það var einhver ógnarlegur hávaði og allt í einu fór sjórinn
að flæða hér inn og bárurnar gengu hér innundir borðið á milli
okkar og mér sýndist þær vera blóðlitaðar." Hann þagnaði
skyndilega. Mér fannst ég kólna upp. Eg held við höfum allir
orðið slegnir, en enginn sagði neitt. Alltaf herti á rokinu. Um
ellefu leytið kornu þeir Hvalsárfeðgar að landi, þeir voru að
draga út með Þorpabrúninni þegar hvessti, skáru þá á línuna og
náðu upp undir Gálmaströndina og renndu sér svo með land-
inu inn í Smáhamravoginn. Þá var rokið svo rnikið að erfitt var
að standa á bryggjunni. Þeir höfðu ekki séð Svaninn, enda varla
von því skyggni var slæmt og hann búinn að draga í tvo tíma
þegar þeir byijuðu. Um hádegisbilið náði rokið hámarki. Rok-
mökkurinn stóð út úr firðinum og þegar maður horfði yfír á Sel-
ströndina tók hann upp í miðjar hlíðar. Eftir hádegið fréttist að
Ingi á Hvalsá, sem farið hafði inn með sjó til að huga að fé, hefði
séð Svaninn út af Grindinni, þ.e. yst við Gálmaströndina, var
hann þar að reyna að komast upp undir landið, en gekk greini-
lega illa því bátnum sló alltaf sitt á hvað.
Nú var hringt til Hólmavíkur og spurst fyrir um stóru bátana
þar, Hilmi og Guðmund, ef hægt væri að fá þá til aðstoðar. Þá
fengust þær fréttir að þeir væru á Grímseyjarsundi á leið í land
og gengi illa, vélin í Hilmi væri í ólagi og Guðmundur væri með
hann í togi, var því sýnt að ekki yrði að vænta hjálpar þaðan í
bráð. Þá var hringt í Slysavarnafélag Islands og skýrt frá máls-
atvikum og beðið um að kannað yrði hvort nokkurt skip væri
statt í flóanum. Við sáum nú ekki að við gætum mikið gert, en
datt í hug að reyna að fara út á Gálmaströndina og vita hvort við
sæjum nokkuð. Við fórum þrír, Kalli, Geiri á Gestsstöðum og ég.
24