Strandapósturinn - 01.06.1998, Síða 26

Strandapósturinn - 01.06.1998, Síða 26
mikið vera ef það gengur ekki eitthvað illa hjá þeim á Svaninum í dag.“ Þeir feðgar fóru svo niður og á sjóinn til að draga. Við landmennirnir héldum nú áfram að stokka línuna og ganga frá einu og öðru sem tilheyrir vertíðarlokum. A ellefta tímanum fór talsvert að hvessa og fór að reka á rok- hviður með slydduéljum. Fórum við þá að tala um að svo gæti farið að bátarnir gætu ekki náð að draga alla línuna. Þá segir Guðjón allt í einu: „Mig dreymdi nú eitthvað óhugnanlega í nótt, eins og Bensa, mér fannst við vera hérna að stokka lóðirn- ar, það var einhver ógnarlegur hávaði og allt í einu fór sjórinn að flæða hér inn og bárurnar gengu hér innundir borðið á milli okkar og mér sýndist þær vera blóðlitaðar." Hann þagnaði skyndilega. Mér fannst ég kólna upp. Eg held við höfum allir orðið slegnir, en enginn sagði neitt. Alltaf herti á rokinu. Um ellefu leytið kornu þeir Hvalsárfeðgar að landi, þeir voru að draga út með Þorpabrúninni þegar hvessti, skáru þá á línuna og náðu upp undir Gálmaströndina og renndu sér svo með land- inu inn í Smáhamravoginn. Þá var rokið svo rnikið að erfitt var að standa á bryggjunni. Þeir höfðu ekki séð Svaninn, enda varla von því skyggni var slæmt og hann búinn að draga í tvo tíma þegar þeir byijuðu. Um hádegisbilið náði rokið hámarki. Rok- mökkurinn stóð út úr firðinum og þegar maður horfði yfír á Sel- ströndina tók hann upp í miðjar hlíðar. Eftir hádegið fréttist að Ingi á Hvalsá, sem farið hafði inn með sjó til að huga að fé, hefði séð Svaninn út af Grindinni, þ.e. yst við Gálmaströndina, var hann þar að reyna að komast upp undir landið, en gekk greini- lega illa því bátnum sló alltaf sitt á hvað. Nú var hringt til Hólmavíkur og spurst fyrir um stóru bátana þar, Hilmi og Guðmund, ef hægt væri að fá þá til aðstoðar. Þá fengust þær fréttir að þeir væru á Grímseyjarsundi á leið í land og gengi illa, vélin í Hilmi væri í ólagi og Guðmundur væri með hann í togi, var því sýnt að ekki yrði að vænta hjálpar þaðan í bráð. Þá var hringt í Slysavarnafélag Islands og skýrt frá máls- atvikum og beðið um að kannað yrði hvort nokkurt skip væri statt í flóanum. Við sáum nú ekki að við gætum mikið gert, en datt í hug að reyna að fara út á Gálmaströndina og vita hvort við sæjum nokkuð. Við fórum þrír, Kalli, Geiri á Gestsstöðum og ég. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.