Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 35

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 35
og tók mamma við honum. Mér lék mikil forvitni á því að sjá hvað í honum væri, en vissi sem var að það varð að bíða kvölds- ins. Síst gerði það biðtímann styttri eða skemmtilegri að ég mátti ekki fara út og leika mér. Veðrið var gott og heillaði mig. Nú sá ég að það var verið að brynna hestunum. Það hafði ver- ið grafið í gegnum fönnina og niður í vatnið var nokkrar snjó- tröppur að fara. Vatnið var borið upp í fötum, sem hestarnir drukku úr. Þessa sjón stóðst ég ekki og laumaðist út. Eg áleit mig sjálfkjörinn í þetta verk, þreif tóma fötu og hljóp niður þrepin að vökinni. En aðgæslan var minni en áhuginn og því fór sem fór. Mér skrikaði fótur svo að ég féll og rann á rassinum niður í vökina og blotnaði upp undir mitti. Mér brá að vonum en komst þó hjálparlaust upp úr vatninu og fór heim. En sú ganga var mér ekki auðveld eftir algjörlega misheppnaða ferð. Vont var að hafa bleytt sparifötin, en hitt var þó hálfu verra, að hafa brotið boð mömmu sem var mér svo góð og hafa haft fyrirmæli hennar að engu. Eg hafði verið vondur strákur og átti skilið að fá refsingu. En ótti rninn var ástæðulaus því að mamma tók vel á móti mér og fyrirgaf mér flumbruganginn eins og aðra bresti mína og barnabrek. Hún færði mig í aðrar buxur og sokka, vatt upp sparifötin og þurrkaði þau og hélt ró sinni eins og ekkert hefði í skorist. Fyrir bragðið óx ást mín á henni um allan helming og ég tók aftur gleði mína og fór að hugsa um væntanlegar jólagjaf- ir. Eg vissi fyrir víst að mamma mundi gefa mér eitt eða tvö kerti, og svo sá ég að hún hafði að undanförnu verið að pijóna fallega vettlinga, sem mér lék forvitni á að vita hver ætti að fá; en það vildi hún ekki segja mér. Eg hafði orðið þess var, að mamma hafði veitt móttöku pakka frá ömmu minni á Smáhömrum, hún hafði oft sent mér kerti og fleira á jólum. Einnig hafði ég hug- boð um böggul frá Jónnýju Pálsdóttur móður minni er átti heima í Alfadal. Loks fór húmið að færast yfir. Stóra klukkan á þilinu tifaði sinn mínútugang og hringdi fimm slög, ég taldi þau. Ekki leið langur tími þar til piltarnir komu inn frá húsaverkunum og allt fólkið hafði fataskipti. Helgin var að færast yfir. Mamma var búin að setja upp ljós víða í frambænum. Er klukkan var á slaginu sex tók mamma sálmabækurnar og Postilluna niður af hillunni, en 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.