Strandapósturinn - 01.06.1998, Síða 46

Strandapósturinn - 01.06.1998, Síða 46
fylgjast með þessu og eitt sinn tók hún á móti mér þegar ég er að koma inn um gluggann og ég fékk viðeigandi yfirhalningu. Nú þurfti að upphugsa ný ráð. Systir mín átti forláta hárkollu og ég fékk hana að láni, og þegar mamrna var að líta inn í herberg- ið á kvöldin og athuga hvort sveinninn ungi væri ekki á sínum stað, þá bar ekki á öðru en hann svæfi svefni hinna réttlátu. Hins vegar var það hárkollan en ekki drengurinn sem lá á koddanum og fatnaður eða eitthvert dót undir sænginni, þannig að allt væri sem eðlilegast. En þetta komst líka upp. Mér virðist að nú séu gleymdir margir af þeim leikjum sem við stunduðum á sumrin þegar ég var að alast upp, þó að mér finnist reyndar bara örfá ár síðan. Þetta voru leikir eins og hó, fallin spýtan, strikapíla, slábolti, yfir og hjólakóngur, svo nokkrir af þessum leikjum séu nefndir. Það voru óskráð lög, að það mátti aldrei svindla í strikapílu. Maður varð að fela sig á þeim stað þar sem leiðarmerkin sögðu til um og það klikkaði aldrei hjá okkur. Við Kristján og Magnús fórum oft niður í fjárhúsin hjá Jóa díla og við sögðum ekki frá því fýrr en mörgum árum seinna hvar við földum okkur. Krökkunum datt aldrei í hug að leita í skítaþrónni undir grindunum. Sláboltinn var yfirleitt alltaf haldinn á plássinu. Plássið var stór og mikill leikvöllur á milli frystihússins og Riis. Þarna voru mjög oft rígfullorðnir menn í slábolta með okkur krökkunum, kallar eins og Kalli Lofts, pabbi, Bjarni Hall, Jonni Ragga, Pétur heit- ínn Magnússon, Maggi Jó og náttúrlega Jonni í Strympunni son- ur hans. Einu sinni sem oftar strukum við Ki istján og Magnús að heim- an og fórum upp í Dal, það er Þiðriksvalladal. Við fengum tjald hjá Soffíu og Jóa og bjuggum þar um skeið. Prímusar voru mun- aðarvara þannig að við bjuggum okkur til hlóðir og brenndum þar sprekum og drasli. Við vorum að vinna í frystihúsinu á þess- um tíma og hjóluðum alltaf til vinnu og vorum alltaf mættir í flökunina á tilsettum tíma, og vorum reyndar hörkuduglegir, eins og títt var um krakkana á Hólmavík. En við þurftum náttúr- lega að hafa eitthvað að éta. Þó að saxbauti í dós hafi verið góð- ur, þá gáturn við ekki lifað eilíflega á honum. Og við fengum lánað silunganet hjá Guðmundi heitnum Trausta. Hann vissi 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.