Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 57

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 57
skammt á leíð mættu þeir báti sem var að koma frá Drangavík og þar kemur bréf frá Guðbjörgu þar sem hún ávítar Pétur fyr- ir að hafa ekki svarað sér þar sem hún lrafi verið búin að útvega honum vinnumannsstöðu á góðum bæ í Skagafirði. Það bréf hafði Pétur aldrei fengið. Nú var orðið of seint að fá ferð í Skagafjörðinn. En næsta vor er hann staðráðinn í að fara. Vorið 1915 bjó hann sig til fararinnar og hafði ákveðið að taka skipsferð frá Norðurfirði. Pétur kom eigum sínum í varðveislu, kindurnar fékk hann geymdar í Skjaldabjarnarvík og var nú til- búinn til farar. En þá taka örlögin enn í taumana, það brast á norðan stórviðri og Húnaflóinn fylltist af hafís sem stöðvaði all- ar skipaferðir. Kannski hefur Pétur verið farinn að hafa áhyggj- ur af því að honum tækist ekki að koma sér fyrir. Hann fór að finna fyrir þrálátum verkjum í maga og ákvað að leita sér lækn- inga vestur að Djúpi og hitta Sigvalda Kaldalóns læknir að Ar- múla. Hraundalur Þegar veðrið lægði hélt Pétur af stað frá Dröngum vestur yfir Drangajökul. Hann var þaulkunnugur leiðinni. Fram Meyjardal- inn, þvert yfir jökulinn og niður Skjaldfannadalinn að Skjald- fönn. Þetta er fO tíma ganga. Enginn veit hvað Pétur hugsaði á þessari göngu, með þrálátan verk í maga, æskuheimilið horfið, lítil efni, enginn til að ráðfæra sig við, faðir hans hafði andast f 905. Hann var 28 ára gamall og hafði aldrei farið í aðrar vistir, utan húsmennskunar í Ofeigsfirði, heimilislaus og einmanna upp á reginöræfum. En sú gáta verður aldrei ráðin, hvað fór um huga unga mannsins á göngu hans mót hinu óþekkta. Pétur gisti á Skjaldfönn hjá Jóhanni Asgeirssyni og þar var honum sagt að Hraundalur væri laus til ábúðar í næstu fardög- urn. Þeir segja jörðina góða fjárjörð, að beit sé góð og útengjar miklar og góðar. Þótt túnið sé lítið og stórþýft sé það grasgefið. Daginn eftir var haldið á fund Sigvalda Kaldalóns læknis. Hann segir að Pétur sé með meltingartruflanir, annað sé ekki að hon- um og lætur hann hafa einhver meðul sem virðast hafa dugað. 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.