Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 57
skammt á leíð mættu þeir báti sem var að koma frá Drangavík
og þar kemur bréf frá Guðbjörgu þar sem hún ávítar Pétur fyr-
ir að hafa ekki svarað sér þar sem hún lrafi verið búin að útvega
honum vinnumannsstöðu á góðum bæ í Skagafirði. Það bréf
hafði Pétur aldrei fengið. Nú var orðið of seint að fá ferð í
Skagafjörðinn. En næsta vor er hann staðráðinn í að fara.
Vorið 1915 bjó hann sig til fararinnar og hafði ákveðið að taka
skipsferð frá Norðurfirði. Pétur kom eigum sínum í varðveislu,
kindurnar fékk hann geymdar í Skjaldabjarnarvík og var nú til-
búinn til farar. En þá taka örlögin enn í taumana, það brast á
norðan stórviðri og Húnaflóinn fylltist af hafís sem stöðvaði all-
ar skipaferðir. Kannski hefur Pétur verið farinn að hafa áhyggj-
ur af því að honum tækist ekki að koma sér fyrir. Hann fór að
finna fyrir þrálátum verkjum í maga og ákvað að leita sér lækn-
inga vestur að Djúpi og hitta Sigvalda Kaldalóns læknir að Ar-
múla.
Hraundalur
Þegar veðrið lægði hélt Pétur af stað frá Dröngum vestur yfir
Drangajökul. Hann var þaulkunnugur leiðinni. Fram Meyjardal-
inn, þvert yfir jökulinn og niður Skjaldfannadalinn að Skjald-
fönn. Þetta er fO tíma ganga. Enginn veit hvað Pétur hugsaði á
þessari göngu, með þrálátan verk í maga, æskuheimilið horfið,
lítil efni, enginn til að ráðfæra sig við, faðir hans hafði andast
f 905. Hann var 28 ára gamall og hafði aldrei farið í aðrar vistir,
utan húsmennskunar í Ofeigsfirði, heimilislaus og einmanna
upp á reginöræfum. En sú gáta verður aldrei ráðin, hvað fór um
huga unga mannsins á göngu hans mót hinu óþekkta.
Pétur gisti á Skjaldfönn hjá Jóhanni Asgeirssyni og þar var
honum sagt að Hraundalur væri laus til ábúðar í næstu fardög-
urn. Þeir segja jörðina góða fjárjörð, að beit sé góð og útengjar
miklar og góðar. Þótt túnið sé lítið og stórþýft sé það grasgefið.
Daginn eftir var haldið á fund Sigvalda Kaldalóns læknis. Hann
segir að Pétur sé með meltingartruflanir, annað sé ekki að hon-
um og lætur hann hafa einhver meðul sem virðast hafa dugað.
55