Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 60

Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 60
að sækja vatn, og hefur það verið ómetanlegur kostur, sérstak- lega á vetrum því veður gátu verið með afbrigðum hörð langtím- um saman. Vestan við húsaröðina var kálgarður og þar við skemma, veggir voru úr torfi, eins og þá var alsiða. Þegar Pétur kom í Hraundal á fardögum 1915, þurfti hann að verða sér út um vinnufólk. Hann fékk til liðs við sig bróður sinn Einar, sem var þremur árum eldri en hann, og vinnukonu Pálínu Pálsdóttir 32 ára ásamt syni hennar sem þá var tveggja ára. Auk þess Margréti nokkra Helgadóttir 85 ára og vafalaust hefur hún verið tekin á heimilið til að drýgja tekjurnar, því sveit- in hlýtur að hafa borgað með henni. En ekki er hægt að búa án þess að hafa einhvern til að standa fýrir búi innan húss. Það varð því að ráði að Pétur réði til sín sem ráðskonu Sigríði Elínu Jónsdóttir frá Seli í Bolungavík á Ströndum, þá tuttugu og eins árs að aldri. Sigríður mun hafa unnið eitthvað í Bolungarvík og Hnífsdal. Ekki er vitað hvort þau hafa þekkst áður en hún kom sem ráðskona í Hraundal, þó kann vel að vera að þau hafi hist á Horni við eggjatöku, því þangað sóttu menn víða að á vorin þegar fuglinn fór að verpa, ekki síst af austur Ströndum. Ekki er heldur ólíklegt að hann hafi heyrt hennar getið, því Sigríður gekk undir nafninu Sigríð- ur Strandasól. Hún þótti glæsileg kona, með mikið kolsvart hár, vel meðal manneskja á hæð, grönn og spengilega vaxin, enda munu piltarnir óspart hafa gefið henni hýrt auga. Móðir Sigríðar var Jakobína Þorleifsdóttir. Hún þótti skörung- ur mikil en allnokkuð skapstór, eins og verða vildi með þær kon- ur er urðu að lifa við kröpp kjör án þess að láta það buga sig. Jakobína þótti nokkuð forn í skapi og dulræn og var talið að fátt kæmi henni á óvart. Höfðingjadjörf var hún og lét skoðanir sín- ar í ljós við hvern sem í hlut átti og lá ekki á þeim. Hún talaði stórkostlegt mál, allt að því forníslensku, en ég held að hvergi hafi málið varðveist betur en í einangruninni þarna norður frá. Ekki var Jakobína allra, en vinum sínum brást hún aldrei. Jón Elíasarson maður hennar var hægur og ómannblendinn, lista- smiður og afburða sjómaður. Fyglingur var hann í Hornbjargi yfir 20 ár, lengur en nokkur annar svo vitað sé, en í því starfi ent- ust menn ekki mjög lengi, enda hættulegt og taugaslítandi. Um 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.