Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 87

Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 87
tóku bátinn til baka og gátu sett hann aftur á land og gengið vel frá honum. Leiðin milli Dranga og Skjalda-Bjarnarvíkur var afar erfið að vetri til, sérstaklega ef fara þurfti kringum Bjarnarfjörð. Þá lengdist leiðin til muna og við bættust margar erfiðar hindran- ir; hamrabelti, brattar skriður, stórgrýttar klökugar urðir og að- stæður voru kannski svartamyrkur og blindbylur. Það var vetrarkvöld í Skjalda-Bjarnarvík. Fyrir okkur, heimils- fólkið, var þetta kvöld ekkert frábrugðið öðrum kvöfdum, nema að því leyti að veðrið var óvenjulega vont. Faðir minn minntist á að erfitt hefði verið að komast frá fjárhúsunum og til bæjarins, slíkur var sortinn og dimmviðrið. Eftir kvöldverð safnaðist fólkið saman í stofunni, en faðir minn hafði byggt skúr við hliðina á baðstofunni sem tengdur var við eldhúsið með dyrum. Móðir mín var að prjóna á prjónavél- ina og hafði hjá sér sérstakan lampa svo hún sæi betur til við vinnu sína. Guðrún (Gunna), sem dvaldi um þcssar mundir á heimilinu til að aðstoða móður mína, sat á endanum á dívanin- um og var að spinna á rokk. Þá var útvarpið komið, Telefunken- tæki sem stóð á kommóðunni, svo við höfum áreiðanlega verið hlusta á það eða lesa í bók. Utvarpið var í fjórum hlutum: Tæk- ið, hátalari og tvö batterí; þurrt og blautt. A miðju gólfinu var borð og yfir því lampi með stóru kúptu glasi. Kringum borðið voru nokkrir stólar, svo mun trérúm hafa verið við suðurgaflinn, en í norðurhorninu stóð stór svartur ofn. Hann var vel kyntur þetta kvöld eins og alltaf þegar kalt var í veðri, það skorti ekki rekaviðinn til eldsneytis í Skjalda-Bjarnarvík. Það var hlýtt og notalegt þarna í stofunni og hver hafði sína sýslan. Hvergi var ljós nema í stofunni, það var farið sparlega með olíuna og Ijós var aðeins haft þar sem fólk var að vinna. Meira segja í eldhús- inu var ekkert ljós, en eldur mun hafa nórað í eldavélinni frammi í eldhúsinu og móðir mín sá um að halda honum lif- andi. Um kvöldið tók hún lampann, sem hún notaði við pijóna- skapinn og fór fram í eldhús að líta eftir eldinum. Það leið dágóð stund uns hún kom aftur inn og fór mikinn. A svip hennar mátti sjá að eitthvað óvenjulegt hafði gerst. „Það 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.