Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 123

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 123
legast að fá aðstoð við að gera við kerruna ef það væri þá hægt. Hann gaf lítið út á það en kallaði þess í stað í smiðina sem unnu við bygginguna og bað þá að koma. Þá kom maðurinn upp úr skurðinum og heilsaði mér og sagðist heita Asgeir Bjarnason. Hann stakk upp á því að ég kæmi með sér heim og fengi mér eitthvað í svanginn. Eg þakkaði gott boð en taldi mig ekki geta þegið það strax, fyrst yrði ég að koma kerrunni í stand einhvers staðar. Hann sagði að ég skyldi ekki hafa áhyggjur, því yrði bjarg- að. Síðan tók hann undir hönd mér og leiddi mig alla leið heim að bæ, reyndar minnir mig að hann hafí leitt mig alla leið inn í stofu. Meðan ég drakk mikið kaffi og raðaði í mig tertum og kökum gekk Asgeir um gólf, spurði margs og hélt uppi samræð- um. Ekki minnist ég þess að hafa komið á stað sem ég var alveg ókunnugur og hafa mætt annarri eins gestrisni og góðvild og þarna. Atti ég þó eftir að reyna meira af slíku áður en ég fór af staðnum. Þegar ég á endanum fór að huga að hvernig málin stæðu voru Bjarni og hans menn að enda við að sjóða saman kerruna og gerði ég ekki annað en horfa á meðan þeir luku við verkið. Þegar því var lokið var farið að ræða um framhaldið. Kom okkur saman um að ekki væri til neins að setja vélina í kerruna aftur, það færi örugglega á sömu leið og áður. Við ákváðum því að reyna að troða henni í jeppann sem tókst að lok- um en hluti af henni stóð nokkuð aftur úr svo ekki var hægt að loka hurðinni. En við gátum gengið svo frá öllu sarnan að ekki var talin hætta á að vélin færi af stað, enda yrði víst hægt farið þar sem vélin var þung og jeppinn því mjög siginn. Kerruna hengdum við svo aftan í og vonuðum að hún myndi hanga sam- an, sem hún og gerði. Eg taldi mig eiga hér mikla skuld að gjalda fyrir þá vinnu sem þeir Bjarni og hans menn höfðu lagt í þetta og töfina frá þeim störfum sem þeir voru við þegar mig bar að garði. Ekki var tek- ið í mál að taka við greiðslu íyrir alla þá hjálp sem mér var veitt, hvernig sem ég reyndi að rökstyðja það. Geri ég þó ráð fyrir að Bjarni hafi verið með smiðina á kaupi við húsbygginguna og ekki afskrifað þá meðan þeir ásamt honum hjálpuðu mér. Með 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.