Syrpa - 01.02.1947, Side 12

Syrpa - 01.02.1947, Side 12
Um byggmgamálefni. EFTIR GUNNLAUG HALLDÚRSSGN Fram á þessa öld voru Islendingar svo umkomu- lausir, að almenningi kom ekki til hugar að gera sér vonir um sæmileg híbýli. Síðan þjóðin varð fullvalda, hafa augu hennar opnast æ hetur fyrir því, hver þröskuldur hin illu húsakynni voru heil- brigði hennar og menningu. Húsabygging tók að aukast stórum, og er stríðsgróði síðustu ára kom til sögunnar, varð hún geysimikil. Þar sem að umskiptin urðu svo snögg, varð mikið um mistök, eins og vænta mátti. Nú stendur enn mikil bygg- ingaöld fyrir dyrum, og mistökin verða að hætta. Góður árangur er fyrst og fremst undir því kom- inn, að almenningur átti sig á mikilvægi þessara mála og kynni sér þau eftir megni. „Syrpa“ mun framvegis flvtja ítarlegar ritgerðir um þetta efni eftir arkitektana Gunnlaug Halldórsson og Hann- es Davíðsson. Tilgangur þessa greinaflokks er að beina athygli fólks að ýmsum málefnum og viðfangsefnum byggingarlistarinnar á Islandi. Fátt eitt af fram- kvæmdum þjóðfélagsins mun á jafn áhrifaríkan hátt snerta líf einstaklingsins og byggingarfram- kvæmdirnar. Á sama hátt hefir skilningur og um- gengnishættir almennings viðtæk áhrif á hygging- armálin. Það ber því brýna nauðsyn til að gefa al- menningi kost á að kynna sér, hvaða sjónarmið ráða mestu í undirbúningi og framkvæmd þessara mála, svo og að gera samanburð á þeim hugmynd- um, sem hér ríkja, og hugmyndum, sem eru að ryðja sér til rúms á þessum sviðum meðal annarra þjóða. Fyrsta skilyrðið til þess að geta leyst vandamál- in er að gera sér ljóst, hvað eru grundvallaratriði. En það vill oft verða svo, að menn ganga fram hjá ýmsu eða kasta til þess höndunum, — ýmsu, sem þó hefir mikla þýðingu, og gæti, ef rétt væri á haldið, valdið straumhvörfum. Þegar menn ætla að byggja sér hús, skapa sér fastan dvalarstað, líta þeir oft á það, sem það eina, er máli skiptir, að fá sér teikningu, og viða að sér byggingarefni — svo er farið að byggja. En áður en svo langt er komið, er þó að miklu leyti búið að taka ákvarðanir um lífsskilyrði fólksins í því □ G HANNEG DAVÍÐGGDN, arkitekta húsi, sem það byggir sér á þessum ákveðna stað, ræður hér um skipulag bæjarins. Bæjarskipulagið er eitt af stærstu grundvallar- atriðunum í lífi þjóðfélagsins og einstaklinganna. Áður fyrr var sú venjan, að skipulag bæjanna var það, að ákveða legu gatna og afstöðu þeirra hverr- ar til annarrar. Á dögum einvaldanna voru stór- bæir Evrópu mótaðir af viðhorfi einvaldans til þjóðfélagsins. Nokkrar stórar, breiðar götur, sem lokuðust af minnisvarðakenndum torgum eða stór- hýsum valdamanna þjóðfélagsins. Við þessar göt- ur fengu svo borgararnir að byggja hús sín. Þau stóðu þar hlið við hlið, og runnu oftast saman í eina heild, og reyndu að bera svip af húsum valda- mannanna. Hér í Reykjavík virðist svo sem skipulagið á- kveðist eimþá að nokkru af sjónarmiðum, sem err leifar frá þessum tíma. Víða um heim eru þó aðrar hugmyndir að ryðja sér til rúms í skipulagsmálunum, og má segja, að á því sviði sé um róttæka byltingu að ræða. Nú- tíma bæjarskipulag byggist á vísindalegri skil- greiningu þeirra atriða, sem fyrir hendi eru, bæj- armyndun, atvinnuvegum, atvinnumöguleikum, skiptingu fólksins eftir starfsskilyrðum, fram- leiðslumöguleikum o. s. frv. Skipulagið er þannig orðið miklu meira en tæknilegt viðfangsefni fyrir verkfræðinga. Það er orðið eitt hinna stóru hag- fræðiviðfangsefna þjóðfélagsins. Þá hafa komið fram ný sjónarmið á líffræði- legu skipulagi hinna mismunandi bæjarhluta. Áð- ur var gatnakerfið aðalatriðið, en nú beinist at- hyglin fyrst og fremst að svæðinu milli gatnanna. Það er þar, sem við eigum að búa. Þetta helst í hendur við, að menn hafa viðurkennt þá stað- reynd, að maðurinn sem lífvera er hluti af hinni lifandi náttúru, og getur því aðeins lifað og notið sín, að hann sé ekki fjarlægður um of frá henni. Viðleitnin gengur því nú í þá átt, að minnka mis- mun bæjar og frjálsrar náttúru. 1 þessari viðleitni hafa verið reyndar ýmsar leið- ir, og bendir margt til þess, að byggingarháttur íbúðarhverfanna verði annarsvegar lág einnar hæðar hús, byggð á rúmgóðum lóðum, við mjóar, s Y R P A

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.