Syrpa - 01.02.1947, Page 20
ALFREÐ GÍSLASDN, læknir
*j£)r(jLhibLól?cipur.
VARNIR □□ MEÐFERÐ.
Það mun vera almannarómur, að drykkjuskapur
hafi aukizt stórkostlega hér á landi síðari árin og
sé þegar orðinn þjóðarvoði. Opinberlega heyrast
nú æ fleiri raddir, er krefjast úrbóta í þessum efn-
um, og margt nýtra tillagna er þegar fram komið.
Ofdrykkjumenn eru þeir áfengisneytendur
nefndir, sem svo hafa misst taumhald á drykkju-
hneigð sinni, að allir aðrir þættir sálarlífs þeirra
verða að lúta henni. Þeir neyta áfengis í blóra við
það bezta í sjálfum þeim. Samvizka, ábyrgðartil-
finning, dómgreind og vilji mega sín lítils eða
einskis. Andleg heilsa þeirra er stórlega skert, þeir
þjást af hægfara en langvinnri geðbilun.
Þessum sjúklingum hefi eg kynnzt í tugatali
tíðustu árin við starf mitt hér í Reykjavík.
Eymd þeirra er vissulega mikil, en næstum enn
tilfinnanlegri hafa mér oft fundizt hörmungar þær,
sem ástand þeirra leiðir yfir venzlafólkið, — böm-
in, eiginkonuna og foreldrana.
Eg hefi áður lítillega ritað um ofdrykkju og þá
sérstaklega reynt að glæða réttan skilning á öllum
aðstæðum slíkra sjúklinga. Að þá sjálfa að jafnaði
vantar tilfinningu fyrir eigin sjúkdómi, er ekkert
furðulegt, hið sama á sér stað um marga aðra geð-
sjúklinga. Hitt er skaðlegra og ófyrirgefanlegra, að
allur almenningur vanmetur og misskilur ástand
þessara sjúklinga af rótgrónum vana, og eiga þar
hlut að jafnt lærðir sem leikir. 1 skjóli þessa skiln-
ingsskorts þróast tómlæti það og vettlingatök, sem
hingað til hafa einkennt drykkjuskaparvanda-
málið.
Að þessu sinni langar mig til að gera grein fyr-
ir, hvernig eg hugsa mér bezt fyrir komið með-
ferð drykkjusjúkra manna og vörnum gegn áfeng-
issjúkdómum. Með því fyrirkomulagi yrði starf-
semin skipulögð og sennilega undir einni yfir-
stjórn, en annars þríþætt í framkvæmdinni. Og
þessir þrír þaettir hennar eru: 1. Hjálparstöð. 2.
Spítali eða spítaladeild. 3. Hæli. Þessi atriði skulu
nú rædd nokkru nánar og þá einkum hið fyrst-
nefnda.
1. Hjálparstöð. Komið verði á fót nú þegar vand-
aðri, vel útbúinni hjálparstöð fyrir drykkjusjúk-
linga. Skal hún gegna tvennskonar hlutverki, vera
í senn lækningastöð og heilsuverndarstöð. Sjúkling-
arnir munu leita til hennar um hjálp, af sjálfsdáð-
um eða til knúðir af vandamönnum. Þar fá þeir
læknisskoðun, heimilisástæður eru athugaðar og
þeim gefnar leiðbeiningar um meðferð og nauðsyn-
leg aðstoð veitt venzlafólkinu. Til þessarar stöðvar
mundu einnig leita nauðstaddir ættingjar þeirra
sjúkhnga, sem sjálfir reyndust ófúsir til að leita
sér lækningar, og fengju þar fyrirgreiðslu mála
sinna. En auk þessa mundi verkefni stöðvarinnar
verða það, að leita sjálf uppi hvern einasta
drykkjumann og sjá honum fyrir læknismeðferð,
jafnvel án íhlutunar aðstandenda. Með því móti
fengjust smám saman mjög áreiðanlegar skýrslur
um f jöldatölu drykkjusjúklinga í landinu, — stað-
tölur*) (statistik), sem til þessa hefir tilfinnanlega
vantað, en mundu vega þungt á metaskálunum,
þegar rætt er um drykkjuskap. Ýmsar aðrar upp-
lýsingar og tölur, mikilvægar í félagslegu tilliti,
mundi stöðin öðlast, t. d. um fjölda hama og ann-
arra skjólstæðinga þessara sjúklinga, hag þeirra og
heimilisháttu og tapaða vinnudaga.
Við útvegun upplýsinga um drykkjumenn og
verðandi drykkjumenn þyrfti stöðin að njóta sam-
starfs annarra aðila, t. d. lögreglunnar, en einkum
yrði náin samvinna að vera við aðrar greinar
heilsuverndarstarfsins, svo sem barnaverndamefnd
og mæðrahjálp.
Gera má ráð fyrir, að frá stöð sem þessari, með
jafn staðgóðri þekkingu á ástandinu í áfengismál-
um þjóðarinnar, mundi beinast almenn fræðslu-
starfsemi í heilsuverndarátt með ritgerðum og fyr-
irlestrum. Auk þcss hlyti svo öflug hjálparstarf-
semi sem þessi smám saman að skapa heilbrigð-
ara viðhorf almennings til drykkjuskapar vfirleitt
og þann veg óbeint verka sem vörn. Foreldrum
mundi lærast að leita til stöðvarinnar, þegar þeir
þættust sjá hættuna vofa vfir ungmennunum. Þótt
erfitt sé um lækningu gerfallinna drvkkjumanna,
er það oft árangursríkt verk að leiðbeina þeim,
sem nýbvrjaður er á drykkjubrautinni, ef réttilega
er að farið.
Hið beina lækningastarf stöðvarinnar yrði fólg-
ið í læknisrannsókn á sjúklingnum, mati á andlegu
og líkamlegu ástandi hans og ráðleggingum í sam-
ræmi við það, ásamt eftirliti með árangri. En ráð-
in yrðu mismunandi og færu eftir ástæðum í
hverju tilfelli. Er óþarft að fara út í það hér. Eg
skal aðeins geta þess, að venjulega yrði það reynt
fyrst, sem minnst truflaði daglegt líf sjúklingsins
eða skerti frelsi hans. Honum yrði t. d. ráðlagt að
*) Höf. þessa nýyrðis mun vera Vilm. Jónsson landlæknir.
1 □
B Y R P A