Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 21

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 21
leita sér aðstoSar hjá sérfróðum lækni eða að reyna þann stuðning, sem bindindisfélag gæti yeitt honum. Bæri slíkt engan árangur, yrðu áhrifarík- ari ráðstafanir gerðar. Öhjákvæmilegt er, að slíkri stofnun sem þessari yrði gefinn réttur til að fara fram á lögráðasvipt- ingu, er þess þyrfti með til að koma læknismeð- ferð við. Þeirri byrði mætti gjarna létta af að- standendum, sem að jafnaði hika í lengstu lög við að grípa til þeirra úrræða af ótta við að vekja með því óvild eða hatur sjúklingsins. En lögráðasvipt- ing um stundarsakir getur stundum verið æskileg og enda nauðsynleg, þegar um meðferð drykkju- sjúklinga er að ræða. Yfirleitt yrði þessi hjálparstöð að vera mjög virk (aktiv) í starfi sínu. Hún ætti sjálf að leita uppi verkefnin, en ekki einvörðunga bíða þeirra, sem til hennar vildu leita. Hún krefst góðra starfs- krafta. Ef til vill þyrfti þó ekki nema einn fastan starfsmann, sem þá ekki mætti sinna öðru. Félli í hans hlut að gegna flestum daglegum störfum stÖðvarinnar og halda í sínum höndum öllum þráð- um starfsins. Þá yrði stöðin að njóta aðstoðar sér- fróðs læknis, sem ynni þar vissa tíma í viku hverri, og ennfremur fárra aukamanna með þjálfun í fé- lagslegu (social) starfi. Gæti það t. d. verið prest- ur og hjúkrunarkona. Eins og áður er getið yrði þetta ekki eingöngu lækningastöð, heldur og í ríkum mæli vettvangur andlegrar heilsuverndarstarfsemi. Samkvæmt nýju tryggingalögunum skal allt heilsuverndarstarf í landinii skipulagt á nýjum grundvelli og því skip- aður hærri sess en verið hefir til þessa. 1 greinar- gerð fyrir lögum þessum er minnzt á andlega heilsuvernd sem einn þátt í þessu starfi, en áfeng- isvarnirnar eru einmitt stór liður í þeirri grein heilsuverndar. Þegar lögin fara að koma til fram- kvæmda, á næstu árum, virðist óhjákvæmilegt, að hjálparstöð, líkri og nú hefir verið lýst, verði kom- ið á fót. En þörfin er mjög aðkallandi, og því hefi eg stungið upp á við góðtemplara, að þeir kæmu stöðinni nú þegar á laggirnar og starfræktu hana fyrst um sinn. Þeir hafa um nokkur ár rekið vísi þessarar starfsemi, þar sem er leiðbeiningastöð þeirra; Að minum dómi hafa þeir viðunandi hús- næði til bráðabirgða og fé til reksturs stöðvarinnar mun vart skorta. Tillögur mínar hefi eg lagt fyr- ir þá, en um undirtektir veit eg ekki. Þótt hjálparstöðin yrði vel úr garði gerð og starf- ið þar unnið af dugnaði, verður hún ein aldrei nægilegt vopn í baráttunni gegn ofdrykkjunni. Að bakhjalli þarf hún að hafa sjúkrahúsrúm og hæli, en um það hvorttveggja ætla eg að vera fáorður hér. 2. Spítali. Oft er brýn nauðsyn að koma drykkju- sjúklingum í sjúkrahús. Það er t.d. erfitt að fást við drykkjuæði (delirium tremens) annars staðar en í geðveikraspítala. Hið sama gildir um aðrar enn fá- gætari tegundir drykkjubrjálsemi. Einföld ölvun getur, sem kunnugt er, orðið svo hatramleg, að til vandræða sé í heimahúsi, og væri þá ólíkt meiri menningarbragur að því að geta flutt þá í sjúkra- hús en að hola þeim niður í lögreglukjallarann, og vænlegra væri það til betrunar. En burtséð frá þessu þarf hjálparstöðin að geta komið skjólstæð- inum sínum í sérspítala, er svo ber undir, bæði til nákvæmari athugunar og til lækninga. Dvölin í slíkum spítala yrði að jafnaði ekki löng, — frá nokkrum dögum til fárra mánaða. Eðlilegast væri, að hann væri rekinn sem sérstök deild í sambandi við geðveikraspítala eða annað ríkissjúkrahús. Eg mundi áætla nauðsynlegan rúmafjölda 40—50. Sjálfsagt væri, að hjálparstöðin ráðstafaði sjúkling- unum í þau rúm. 3. Drykkjumannahælið yrði síðasti liðurinn í þessu kerfi. Þangað færu þeir einir, sem ókleyft reyndist að lækna með öðru móti. Þar yrði vist- artíminn langur, reiknaður í misserum eða árum. Þar gætu og ólæknándi drykkjumenn átt fastan samastað við góða aðbúð og hæfileg störf. Þetta fyrirkomulag, sem hér er bent á og lagt til að upp verði tekið í baráttunni við áfengis- sjúkdóma, er hliðstætt því, sem þegar er tíðkað hér á nokkrum öðrum sviðum heilsugæzlunnar. Berklavarnastöðin leitar uppi berklasjúklinga, rannsakar þá, veitir þeim ráðleggingar og lítur eft- ir árangri. Hún er í senn heilsuverndar- og lækn- ingastöð. Að bakhjalli hefir hún berklaspítala og vinnuhæli. Eftir að þetta lag hafði verið upp tek- ið, fór baráttan við berklaveikina að verða sigur- vænlegri. Að lokum vil eg taka fram, að þótt allt þetta kæmist í framkvæmd, yrði önnur viðleitni til á- fengisvarna engan veginn óþörf. Að skæðum óvini þarf að sækja úr mörgum áttum. öll bindindis- starfsemi og skólafræðsla um áfengismál yrði t. d. jafn nauðsynleg eftir sem áður. Víðtækar, almenn- ar þvingunarráðstafanir er eg hinsvegar hræddur við. f kjölfar þeirra siglir siðspillingin, lögleysurn- ar og afbrotin og er þá jafnaðarlega úr litlu bætt. Þótt uppeldið í þessum efnum og mannræktin sé seinfær og erfiður róður, verður það þó aðfarasæl- asta úrræðið og það, sem bezt samir siðmenntuðu þjóðfélagi. B Y R p A n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.