Syrpa - 01.02.1947, Side 25
ganga allir út, nema brúðhjónin. Að vörmu spori
kemur allur hópurinn inn aftur, og hver og einn
flytur brúðhjónunum heillaóskir sínar í ljóðum;
kveða þá sumir, en aðrir segja fram, og á þessu
gengur oftast nær í nokkrar klukkustundir. Eins
og nærri má geta, þá þarf þetta mikinn undirbún-
ing, og menn byrja löngu á undan hverju brúð-
kaupi að taka saman þenna kveðskap. Jafnóðum
og hver einstakur lýkur kvæði sínu, gengur hann
út, og er honum þá borið vín.
Þessi undarlegi siður verður auðvitað að skoð-
ast frá sjónarmiði Isendinga sjálfra, annars verð-
ur hann ekki skilinn rétt. Ef það er gert, getur
engum komið á óvart, að athöfnin er framkvæmd
af mikilli alvöru og algerlega án allrar léttúðar.
Hjá okkur mundi þetta vera talið hneyksli, sér-
staklega meðal heldra fólksins, sem svo er kallað,
en Islendingum dettur ekkert slíkt í hug. Þetta er
í þeirra augum svo sjálfsagt og auðskilið. Því
skjddi það annars vera haft um hönd, þegar brúð-
guminn er prestur og brúðurin sýslumannsdóttir?
Hin fagra og látlausa framsetning kvæðanna og
diúnir og alvöruþrungnir tónarnir, sem einkenna
söng Norðurlandabúa, hljóta að draga hugann frá
allri óhreinni léttúð. Auðvitað er ekki hægt að
halda þvi fram, að þessi siður sé í rauninni fag-
ur, né að sú ljóðagerð, sem honum er samfara,
sé sérlega háfleyg, en þrátt fyrir það getur hver,
sem vill líta fordómalaust á hann, haft gagn og
gaman af því að virða fyrir sér svo einkennilegt
fyrirbrigði þjóðlífsins. Með það eitt fyrir augum
er sagt frá honum hér.
Eins og áður er getið, var frú Thorlacius veik
og gat því ekki verið við þessa athöfn. Hún lá fyr-
ir, og kom þá móðir brúðarinnar, „falleg og fín-
gerð eskuleg íslenzk kona“, settist við rúmið
hennar og vildi fara að hlúa að henni. En sjúkl-
ingurinn gat ekki sofnað, og þá fór þessi um-
hyggjusama líknardís fram á að mega reyna eitt-
hvað, sem frú Thorlacius áttaði sig ekki á hvað
var, en lét samt til leiðast, af því að hún vildi
ekki móðga þessa góðu konu.
„Elún dró sængina alveg upp að andlitinu á
mér“, segir frú Thorlacius, „lagði munninn að
eyra mér og tók til að sussa við mig alveg eins
og ég væri lítið bam, sem hún væri að reyna að
svæfa. Mér lá við að fara að hlæja, en verð þó
að játa, að þessi vinsamlega viðleitni bar þann
árangur, að ég sofnaði von bráðar“.
Daginn eftir brúðkaupið komu, eins og siður
var, hinir fátækari og lítilsigldari vinir og kunn-
ingjar, sem ekki voru boðnir í sjálft brúðkaupið.
Þeir kváðu kvæði sín í bæjardyrunum og fengu
svo í staupinu.
Á þriðja degi héldu hjónin heim á leið. Hinir
gestirnir voru ekki farnir, en tóku sig upp síðar
um daginn eins og venja var til. Það hafði rignt
mikið þessa dagana, svo vatnavextir voru tölu-
verðir. „Maður nokkur“, segir frú Thorlacius, „sem
hélt að Miðhúsaáin væri ófær, hafði verið svo
hugulsamur að fá sér lánaða kaffikönnu til þess
að geta boðið sýslumannshjónunum kaffi, en við
vildum með engu móti tefja förina, svo ómak hans
var unnið fyrir gýg. Áin var djúp, en ekki alveg
á sund. Við urðum rennblaut, og fegin varð ég,
þegar við komum að Dalhúsum. Þar bjó maður,
sem kallaður var Nikulás ríki, svo það var ekkert
undarlegt þó við gerðum okkur vonir um góða
gistingu. Þetta urðu okkur þó töluverð vonbrigði,
þó ekki væri því um að kenna, að fólkið vildi ekki
vel gera. Við háttuðum ofan í rúm og fötin okk-
ar voru þurrkuð. Þegar við komum þangað um
kvöldið“, heldur frú Thorlacius áfram, „rak ég
mig á lýsislampa, sem hékk í stofunni, og lýsið
rann ofan um mig alla. Konan tók strax eftir
þessu og fór að sjúga feitina úr fötum mínum af
miklum ákafa. Eins var það, þegar hún þurfti að
gera að ljósinu, þá sleikti hún finguma sem mest
hún mátti, svo að ekkert af þessum dýrmæta
vökva færi til spillis. Næsta morgun héldum við
áfram ferðinni og vomm svo heppin að komast
alla leið heim, þó töluvert hefði snjóað og farið
væri að frysta. Vel hefði getað svo farið, að við
hefðum orðið að sitja veðurteppt allan veturinn
þar, sem við vomm komin; og engum, sem vita,
hverjum erfiðleikum það er bundið á Islandi að
viða að sér brýnustu nauðsynjum, getur bland-
ast hugur um, hver byrði slikt hlyti að verða
hverri þeirri f jölskyldu, sem fyrir því líkum heim-
ilisþyngslum yrði. Framh.
Hólmfríður Gísladóttir íslenzkar.
S Y R P A
15