Syrpa - 01.02.1947, Síða 30

Syrpa - 01.02.1947, Síða 30
því að fæstir munu vera svo heppnir að koma að „tómum kofunum"; miklu oftar en hitt er „kof- inn“, húsið, horfið með öllu, brunnið eða hrun- ið að grunni. En auk þess fólks eru svo karlmennirnir, sem voru í herþjónustu og nú hverfa aftur heim úr fangabúðum frá Bandamönnum. Og loks hinn mikli fjöldi flóttamanna að austan, aðallega af svæði því, sem lagt hefur verið undir Pólland; frá rússneska hernámssvæðinu og frá Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Austurríki og víðar. Vegna þessa aðstreymis að borgunum hefir orð- ið að setja ýmsar skorður og reglur um deilingu þess litla nothæfa húsnæðis, sem til er. Sums stað- ar eru þau ákvæði, að enginn má hafa meira en 6 fermetra gólfflatar, sums staðar jafnvel minna. Hvað mundi okkur hér finnast, ef skylt væri að um eða upp undir 20 manns byggju í hverri íbúð, sem væri 10X10 metrar að gólffleti? — Það var í Frankfurt, að ég gekk eitt sinn með manninum mínum um rústirnar í gamla borgarhlutanum. Þá sáum við allt í einu, hvar tvö börn, drengur og telpa, skutust niður um geil í múrsteinadyngjunni og hurfu okkur sjónum. Ég nam staðar undrandi. Hvað var orðið af bömun- um? Þegar við aðgættum nánar, kom í ljós, að geilin lá niður í kjallara húss eins, sem að öðru „. . . . Þarna niðri í fúlum, gluggalausum kjallara hrunins húss, hafðist heil fjölskylda við“. Til hægri: Tíu ára gamall drengur í sjúkrahúsi flóttamanna í Göttingen. leyti var gjörsamlega hmnið. Þarna niðri áttu bömin heima. Þegar við athuguðum bústað þeirra hrönglinu. Þetta var reykháfurinn frá eldstónni. betur, sáum við rörstúf, sem stóð þarna upp úr Þarna niðri í fúlum, gluggalausum kjallara hmn- ins húss hafðist heil f jölskylda við. Þetta var heim- ili hennar. Hvílíkt líf! Víðar sá ég svona „reykháfa“ út úr kjöllurum hruninna eða hálfhruninna húsa, og nú vissi ég hvað þeir táknuðu. Á einum stað sá ég hvar athafnasamur fjöl- skyldufaðir hafði komið þaki yfir sig og sína með því að festa bmnna rafta, —- sem hann eflaust hefur fundið í rústunum, — yfir tóftina af her- bergi einu í hálfhrundu húsi. Og raftana hafði hann þakið með því, sem hendi var næst, blikk- plötum, línóleumdúkpjötlmn o. s. frv. — Hann var þó ekki á götunni lengur. — 1 Göttingen komum við m. a. í sjúkrahús fyr- ir flóttafólk. Það vom dapurlegar myndir, sem þar blöstu við augum. Á hlaðinu fyrir framan sjúkra- húsið mættum við hjúkrunarkonu, sem leiddi tvö lítil börn, en 6—8 fölleit, mögur böm fygdu á eftir. Hún var víst að fara með börnin út í garð. „Hvað er að þessum börnum?“ spurðmn við. 20 S Y R P A

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.