Syrpa - 01.02.1947, Page 39

Syrpa - 01.02.1947, Page 39
margir ógagn. Slíka bók ætti engum að leyfast að setja á prent. Og tilgangurinn með þessum orðum er ein- mitt að varpa fram þessari spurningu: Hversvegna er ekkert eftirlit haft með því, hvað prentað er á þessu landi? Væntanlega verður mér svarað á þá leið, að hér sé prentfrelsi. En slíkt svar er fánýtt. Hér er einn- ig talað um lýðfrelsi. Þó meina landslög borgur- unum að myrða, stela og svíkja. Það varðar sekt- um eða tukthúsi að leiða unglinga á glapstigu. Ef prentfrelsið er svo víðtækt, að nota megi það til að brjóta niður önnur landslög, þá er það firra. Fáir mundu verða til að mæla því bót, ef tekið væri að gefa út kennslubækur um morð, pynding- ar, víxlafölsun eða skattsvik. En sé það rangt, þá er heldur ekki rétt að gefa út bækur, sem ómót- mælanlega hljóta að leiða mörg ungmenni á glap- stigu. Ærið tilefni væri til að ræða nýlunduna í ís- lenzkri bókaútgáfu á grundvelli þess sálarháska, sem hún hlýtur að verða hinni uppvaxandi kyn- slóð, en það er ekki ætlunin að þessu sinni. Máhð er hér rætt aðeins frá þeirri hlið, er varðar heið- ur okkar sem mikillar bókmenntaþjóðar og þeirrar lífsnauðsynjar okkar, að halda honum óflekkuðum. Er ekki unnt að setja á rökstóla dómnefnd, sem úr því sker, hvað prenthæft sé og hvað ekki, bæði að því er efni og málfar snertir? Væri slíkt óeðli- legra eða meiri frelsisskerðing heldur en t. d. kvikmynda- og matvælaeftirlit? Mætti ekki setja reglur um það, að óheimilt sé að gefa út bækur án þess að birta nöfn útgefenda, höfundar og þýðanda? Og væri það goðgá að afnema skrumauglýsing- ar um bækur, en launa heldur hæfustu menn til þess að leiðbeina almenningi um bókaval? Æskilegt væri, að einhverjir af vökumönnum ís- lenzkra bókmennta vildu um stund snúa sér að þeim vanda, sem hér hefir verið vikið að. Það er á þeirra valdi að kveða niður þenna ljóta hjáróm, sem með öllu er ósamboðinn þúsund ára sögu- og ljóðaþjóð. Jóhanna Knudsen. (j a H cý a r. Slingur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring. Kringum flóa góms um göng glyngrar kjóa hljómstilling. ★ Flingruð prófar fötin þröng fingramjóa sætan slyng, kringum lófa líns á spöng lyngorms glóa jarðar þing. ★ Bæði góla börnin hér. Blessuð sólin vermir gler. 1 rokknum hjólið ónýtt er. Upp í stólinn Gulur fer. ★ Jóhann svani öldu á óðinshana líkur tíðum ganar til og frá taglendana strýkur. ★ Bölvaðir fari báðir við, braginn þann ég endi og sendi, ég fyrir það ég keypti þig, þú fyrir það þú dattst með mig með orf í hendi. S Y R p a 29

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.