Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 41

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 41
„jæja?“ sagði hún. „Sagðirðu það ekki? Mér skildist það nú samt. En ég er sjálfsagt bara svona heimsk". „Ætli það sé ekki bezt ég fari?“ sagði hann. „Ég get hvort sem er ekkert gert. Það er eins og allt, sem ég segi, verði hara til að gera þig leiðari og leiðari. Viltu heldur að ég fari?“ „Blessaður, hafðu það alveg eins og þér sýnist“, sagði hún. „Sizt af öllu vil ég halda þér hér, ef þig langar meira til að vera annars staðar. Hversvegna ferðu ekki heldur eitthvað út að skemmta þér? Þú ættir að fara til hennar Stellu. Ég er viss um að hún yrði fegin að sjá þig“. „Ég vil ekki sjá að fara til Stellu“, sagði hann. „Hvern þremilinn ætti ég að gera til hennar? Hún fer í taugarnar á mér“. „Jæja, einmitt það?“ sagði hún. „Mér sýndist hún ekki fara neitt sérstaklega í taugarnar á þér í gærkvöldi í boðinu hjá henni Siggu. Mér sýndist þú helst ekki kæra þig um að tala við aðra en hana, svona fór hún voðalega í taug- arnar á þér“. „Og vissirðu af hverju ég var að tala við hana?“ sagði hann. „Ætli þér þyki hún ekki skemmtileg", sagði hún. „Það er sjálfsagt til fólk, sem þykir hún skemmtileg. Það er svo sem ekkert undarlegt. Sumum þykir hiin meira að segja lagleg". „Ég hef ekki hugmynd um, hvort hún er lagleg eða ólag- leg“, sagði hann. „Ég mundi ekki þekkja hana, þó ég sæi hana aftur. Ég var bara að tala við hana af því að þú vildir ekki líta við mér í gærkvöldi. Þegar ég kom og ætlaði að fara að tala við þig, þá sagðirðu: „Sæll“, hara svona: sæll! og svo snerirðu þér frá mér og lézt eins og þú sæir mig ekki“. „Lét ég eins og ég sæi þig ekki!“ sagði hún. „Nei, alltaf batnar það! Þarna komstu með það! Fyrirgefðu þó ég hlæi“. „Hlæðu hara!“ sagði hann. „En þú vildir nú samt ekki líta við mér“. „Jæja, svo ég vildi það ekki?“ sagði hún. „Þú varst ekki fyrr kominn inn úr dyrunum, en þú fórst að snúast kring- um Stellu, alveg eins og annað fólk væri ekki til. Og ég sá ekki betur en að þið skemmtuð ykkur prýðilega. Ég hefði ekki getað fengið af mér að ónáða ykkur“. „Ja, hamingjan góða!“ sagði hann. „Þessi manneskja kom og greip mig glóðvolgan áður en ég var búinn að átta mig. Hvað gat ég gert? Átti ég kannske að gefa henni utan- undir?“ „Það bar ekki á því að þú reyndir það“, sagði hún. „Ég reyndi að tala við þig“, sagði hann. „Og hvað sagð- ir þú? „Sæll!“ Og þá kom þessi kvennsa aftur og ég sat fastur og gat ekki losnað. Stella! Mér finnst hún hræði- leg! Veiztu hvað ég held? Ég held hún sé bölvað fífl! Það er nú það álit, sem ég hef á henni“. „Ja, satt að segja", sagði hún, „þá hefir mér nú alltaf fundizt það. En það er alveg sama. Ég hef heyrt fólk segja að hún sé lagleg. Ég hef heyrt það, svei mér þá“. „Nei, hættu nú“, sagði hann. „Hverjum heldurðu að detti í hug að hún sé lagleg, ef þú ert í sama herbergi?" „Hún hefir voða skritið nef“, sagði hún. „Ég get ekki annað en vorkennt stelpu með svona nef“. „Hún hefir hræðilegt nef“, sagði hann. „En þú hefir fallegt nef. Þú hefir alveg dásamlegt nef!“ „En sú vitleysa", sagði hún. „Þú ert ekki með réttu ráði“. „Og falleg augu“, sagði hann. „Og fallegan munn og fallegar hendur. Komdu með aðra litlu höndina. 0, að sjá þessa litlu hönd! Hver hefir fallegustu hendurnar í heim- inum? Hver er yndislegasta stúlkan í heiminum?" „Það veit ég ekki“, sagði hún. „Hver er það?“ „Þú veizt það ekki!“ sagði hann. „Ó, víst veiztu það!“ „Nei, það hef ég enga hugmynd um“, sagði hún. „Hver er það? Stella?“ „Nei, nú gengur alveg fram af mér! S t e 11 a! Þú ert að hafa áhyggjur út af Stellu! Og ég sem blundaði ekki í alla nótt, og gat ekkert hugsað um vinnuna í dag, bara af því að þú vildir ekki tala við mig! Að stúlka eins og þú skuli geta verið að ergja sig yfir stelpu eins og þessari Stellu!“ „Ertu genginn af vitinu?" sagði hún. „Ég að ergja mig! Hvernig dettur þér svona vitleysa í hug? Þú ert ekki með öllum mjalla! Ö, almáttugur! Nýja perlufestin mín! Bíddu, rétt á meðan ég tek hana af mér! Jæja! S v o n a!“ ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR þýddi. □ 1 5 Y R P A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.