Syrpa - 01.02.1947, Page 42

Syrpa - 01.02.1947, Page 42
í nóvembermánuði var skemmtilegur viðburður. Það er ævintýri líkast að sjá önnur eins ógrynni bóka frá einu útgáfufélagi af mörgum, í þjóðfélagi, sem að mannfjölda til er á við miðlungsþorp í löndum stærri þjóða. Þegar þess er minnst, að ekki eru nema hundrað ár síðan Fjölnismenn urðu að gefast upp við það ofurefli, að koma út sex arka riti einu sinni á ári, þá er ekki að undra þó mörgum Islendingi hafi hitnað um hjartaræturnar þarna inni þessa daga. Koman þangað varð eins og einskonar jólahátíð í því myrkri, sem grúft hefir yfir þessu ssögulega hausti. Hún minnir á það, að þrátt fyrir illar ófar- ir, þá á litla þjóðin sér þó lífsakkeri, sem erfitt verður að slíta hana frá. Hvað gat þarna merkilegast að líta? Fornritin í sínum virðulega búningi, myndirnar hans Gunn- laugs Scheving, gróskuna í nútímabókmenntun- um? Hvert einstakt þessara atriða hefði verið full- gilt efni í sjálfsstæða sýningu. Ekki höfðu þó áhorfendur minnst gaman af samanburðartöfluu.xi, sem tók þar yfir stóran vegg. Flún var svona: Bókaútgáfa, miðuð við hundrað þúsund manns, er: á íslandi 312 í Danmörku 100 í Noregi 67 í Svíþjóð 50 í Englandi 12,5 í Bandaríkiunum 8,3 „Við hefðum átt að senda hann Ragnar með þessa sýningu til Washington“, sagði einhver við- staddur. Og hann hitti naglann á höfuðið. Bóka- sýningar í erlendum háskólaborgum væru áreiðan- lega viturlegasta landkynningin, sem við Islend- ingar eigum kost á. Væri sú hugmynd ekki at- hugandi? Mannfiöldi: Á móti hverjum Islendingi eru 31 Dani, 24 Norðmenn, 52 Svíar, 332 Englendingar, 1085 Bandaríkja- menn. 32 S Y R P A

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.