Syrpa - 01.02.1947, Page 45

Syrpa - 01.02.1947, Page 45
Ég hefi í mörg ár verið samtíða sjúklingum, og jafnan fundið mjög til þess, hve mörgum þeirra leiðist sárlega. Dagarnir vilja verða langir og daprir, þegar ekki er annað við tímann að gera en að bíða eftir því að hann líði. Mér hefur dottið í hug, hvort þetta tímarit gæti ekki að einhverju litlu leyti reynt að bæta úr þessu. Ég mun þessvegna í hverju hefti ætla eina eða tvær blaðsíður undir dægrastyttingar, sem henta rúmföstum jafnt og öðrum. Verður áherzla lögð á hvort tveggja, það sem verða má til gagns og gamans. En tilraunin kemur ekki að notum, nema sjúklingarnir taki sjálfir þátt í henni. Þætti mér því ákaflega vænt um, ef þeir vildu láta mig vita, hvernig þeim líst á hana. Gerið svo vel að skrifa mér nokkrar línur. Send- ið mér nýjar hugmyndir, búið til gátur eða aðrar þrautir, og síðast en ekki síst: Fylgist með brag- fræðikennslu dr. Björns Sigfússonar og málhreins- unarþáttum Bjarna Vilhjálmssonar, og sendið okk- ur vísur og fyrrispurnir. Þó ekki kunni að vinn- ast tími til að svara bréfum persónulega, verða þau áreiðanlega öll lesin með eftirtekt og ánægju. J. K. P A P P I R Hafið þið tekið eftir því, hve margt er hægt að búa til úr pappír? Hann er líka efnið, sem hægast er að afla sér, og minnst umstang útheimtir. Krakkar geta unað sér tímum saman við að klippa út allavega myndir úr einlitum eða mislitum bréf- um, og ef þeim er leiðbeint skynsamlega, þá geta þau haft ómetanlegt gagn af þessum leik síðarmeir, því hann eykur bæði fegurðarsmekk og hagleik. Og fullorðnir, sem komast upp á að glíma við papp- ír, búa til úr honum ótrúlega fallega hluti, og stytta sér með því marga stund. Fyrst um sinn skulum við því fást við hann. Hvernig væri að reyna að byrja einhvernveginn svona? Klippið niður pappatigla handa litlu krökkunum, og látið þau raða þeim í allskonar myndir. Þegar þau stækka, þá lánið þeim oddlaus skæri, og látið þau klippa tiglana sjálf. S Y R P A 35

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.