Syrpa - 01.02.1947, Síða 47

Syrpa - 01.02.1947, Síða 47
G A T U R . Krossgátur verða í hverju blaði. Hver vill spreyta sig á að búa þær til? Þær þurfa að vera í þessu formi, alveg stafréttar og án skammstafana. Fimmtíu krónur verða greiddar fyrir hverja gátu, sem birt er. LÁRÉTT: 7. Andlegur faraldur. 8. Árbækur. 10. Kurteisar. 11. Svölun ástríðu. 12. Rit. 14. Islenzkur fræðimaður (nafn). 15. Heiti. 16. llát. 17. Skál. 19. Fugl. 21. Iðandi. 22. Frem- ur stór. 23. Napuryrði. 25. Lygnt. 26. Ekki heila. 27. Hó- vaði um áhugamál. LÓÐRÉTT: 1. Gamla ráðið við innvortis meini. 2. Harðindatíminn. 3. Snaginn. 4. Kraftarnir. 5. Innilokaður. 6. Lubbamennska á Reykjavíkurmáli. 9. Reynsla. 10. Gróður. 13. Til sölu. 14. Höggva smátt. 17. Dregur úr sársauka. 18. Ekki sjó- fært. 19. Iðka list. 20. Borgarbúar í Þýzkalandi. 23. Hörð. 24. Hljóð. Myndagáta verður líka í hverju blaði. Til gamans verða veitt ein fimmtíu króna verðlaun fyrir rétta ráðningu. helzt sjúklingi. Sendið ráðningar á afgreiðsluna hálfum mánuði eftir útkomu blaðsins, og látið þess getið, ef þér eruð sjúklingur. 1) Tvær konur stóðu á hlaði og sáu tvo menn koma. Þær sögðu: „Þar koma okkar menn og okk- ar mæðra menn og okkar feður“. Hvernig lá í því? 2) 1-2-3-4-5-6-7-8-9 Ef þú leggur tvær af þessum tölrnn saman og bætir margföldunarupphæð þeirra við, koma 33 út. Hverjar eru tölurnar? 3) Anna er 5 þumlungum hærri en Sigga, og Gunna fimm þumlungum lægri en Anna. Hver er hæðarmunurinn á Siggu og Gunnu? 4) Hvað eiga hjónin á Hóli marga syni og dætur? Hver dóttirin á jafnmarga bræður og systur, og hver sonurinn helmingi fleiri systur en bræður. 5) Hvað liggur í göngum með löngum spöngum gullinu fegra, en grípa má það enginn? 6) Hver er lítill og rauður: í því hann flýgur fellur hann dauður? Þessi gáta var ort handa „SYRPU“: 7) Þú ert stillt og þín framganga hæg, þína skyldu innir nótt sem daga. Þó geðið þitt sé prútt, þú getur verið slæg, en græskulaust er það og ei til baga. (Ráðning í næsta blaði.) 5 Y R P A □ 7

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.