Syrpa - 01.02.1947, Page 50

Syrpa - 01.02.1947, Page 50
Litla stúlkan hjá dvergunum. Það var einu sinni lítil stúlka. Hún var svo löt og hugsunarlaus, að henni datt aldrei í huga að gera nokkurt handarvik, heldur eyddi hún öllum tímanum i að leika sér að brúðunum sínum. Einu sinni seint um kvöld sat hún niðursokk- in í þenna leik, og fór þá móðir hennar að sofa, en telpan var svo óþekk að hún gegndi ekki að fara að hátta. Þarna sat hún nú alein frammi við dyragætt- ina. Allt í einu heyrði hún eitthvert þrusk í göng- unum, svo hún kipptist við og starði dauðskelkuð fram í myrkrið. Gengur þá inn ofurlítill dvergur, og þegar hann er kom- inn alveg að henni, sér hún að munnurinn honum hann er nær a að að svo stór, alveg út eyrum. „Ég heiti Ikalek", sagði hann. „Taktu brúðumar þínar og komdu með mér“. „Það get ég ekki, ég hefi ekkert á fæturna", svaraði litla stúlkan, en hún hét Amaka. „Þú getur farið í stígvélin hennar mömmu þinnar“, sagði Ikalek. Svo gengu þau út og beina leið að mykjuhaugn- rnn. Þar stóðu þau í sömu spomm, en eftir dá- litla stund fóru þau að síga langt, langt niður. Þá sáu þau allt í einu hús, og á því vom bæði dyr og gluggar. Dvergurinn og litla stúlkan skriðu nú inn í hús- ið, og viti menn! Það er þá fullt af litlum dverg- snáðum, sem allir eru að leika sér að brúðum. Þetta átti nú við Arnöku litlu. Hún tók til að leika sér með þeim og sat við það frá morgni til kvölds. Næsta morgunn, þegar foreldrar litlu stúlkunn- ar vöknuðu, sáu þau hana hvergi, og enginn hafði séð hana; stígvélin sín fann mamma hennar ekki heldur. Nú var farið að leita og leita, en það bar eng- an árangur, svo þau héldu að litla stúlkan væri dáin og grétu bæði sárt og lengi. Svo leið og beið og vorið kom, og þá fóm for- eldrarnir í veiðiför. Um haustið fluttu þau aftur heim í kofann sinn, og allan tímann var Amika litla undir haugnum og lék sér með dvergunum af svo miklum ákafa, að henni kom aldrei dúr á auga. En eitt kvöldið verður hún allt í einu svo syfjuð, að hún tekur til að geispa og geispa þang- að til munnurinn á henni verður svo stór, að hann nær út undir eyru. Þá loksins segist hún vilja fara heim. Dvergamir sárbiðia hana um að vera kyrra, en við það er ekki komandi. Hún labbar út úr húsinu, kemst upp úr haugnum og er von bráðar komin heim að kofa foreldra sinna. Þeg- ar hún er komin inn í göngin, heyrir hún að einhver segir inni: „Hver getur það verið, sem er að ganga um frammi?“ „Það getur enginn verið“, svaraði hitt fólkið. En allt í einu þutu þau öll út í horn, því þeim varð svo bilt við, þegar kallað var framan úr göng- unum: „Það er bara ég, það er hún Arnaka litla“. „Nei, hvar hefirðu verið allan þenna tíma?“ hrópuðu allir einum rómi. ,Æg var undir haugnum hjá dvergunum að leika mér að brúðum“, sagði Arnaka. „En svo ætl- uðu þeir að láta mig sofa þar líka, og það vildi ég ekki“. Mamma hennar fór nú á móti henni og sagði: „Jæja, þú ert þá komin heim, kerlingin". Og þegar þau fóru að gefa henni nánar gætur, sáu þau að ekki var allt með felldu, því munnur- inn á henni náði alveg út að eyrum. Mamma hennar bjó um hana á skákinni, svo hún gæti sofnað. En þá hafði hún vakað svo lengi, að hún var alveg búin að gleyma að loka augunum, svo mamma hennar tók tvær smá- spitur, lagði þær ofan á augnalokin á henni, og þá sofnaði Arnaka litla. Nú svaf hún bæði vært og lengi, og þegar hún vaknaði aftur, varð hún dug- leg og iðin stúlka, og lét sér aldrei framar detta í hug að snerta á brúðum. (H. G. þýddi). 4D B-'Y R P A

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.