Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 5

Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 5
menni gotnesku miðaldakirknanna — en á bak við hinar glæstu hliðar bjó venjulegt fólk í óholl- um, dimmum og þröngum íbúðum og „estetisku“ andrúmslofti löngu liðinna kynslóða — en þráði birtu og yl. Þetta hélzt óbreytt víðast hvar fram yfir alda- mót og er raunar ráðandi víða ennþá, enda al- mennt haldinn óviðráðanlegur fylgifiskur stór- iðjunnar. Fyrstir til að rumska urðu Englendingar, og það þó þróun þeirra borga og bæja liafi verið allt önnur og betri en á meginlandi álfunnar. I lok aldarinnar sendi þingskrifari í enska þing- inu, E. Howard að nafni, frá sér pésa, er hann nefndi „To-morrow“. Ætlan Howards, sem var rnikill hugsjónamaður og andvígur andlegri og líkamlegri þvingun stórborganna, var að sýna fram á, að hvorutveggja væri ábótavant, bæjarlífi og sveitalífi. Bæjarlífið var þrátt fyrir margfaldleik sinn ó- heilnæmt og sólarsnautt, en hinsvegar gat hin frjálsa náttúra ekki boðið börnum sínum ávexti hins fjölbreytta lífs lista, vísinda og trúarlífs. Það á að gera mönnum kleift að njóta samfélagsgæða í frelsi og fegurð náttúrunnar. Þetta hugðist How- ard framkvæma eins og teikningin á blaðsíðunni á undan sýnir, en hún er úr bók hans, og var það upphaf „Garden City“ — eða garðborgarhug- myndarinnar, er síðan hefur gætt mjög í skipu- lagsmálum urn allan hinn menntaða heim. Einnig hér á landi hefur hún átt formælendur, einkum prófessor Guðmund Hannesson, en áhrifa gætir í nokkrum íslenzkum bæjarplönum. Það var hugmynd Howards, að þetta gætu verið sjálfstæðar borgir eða þá sjálfstæðar heildir í beinu sambandi við stórborgina, en á milli þess- ara fylgistjarna aðalkjarnans væru landbúnaðar- svæði. í Letchworth, fyrsta bænum, sem byggður var samkvæmt hugmyndinni, var á móti skipu- lagsfræðinga 1920 samþykkt nánari skilgreining garðborgarinnar á þessa leið: Garðbær er skipu- lagður bær með heilsusanrlegum íbúðum og vinnu- stöðum, nægilega stór til þess, að íbúarnir njóti hinna félagslegu ávaxta bæjarlífsins — en heldur ekki stærri — umkringdur landbúnaðarsvæði. All- ar lóðir og lendur eru í eigu bæjarins eða á hans valdi. Eins og áður er sagt, gætti áhrifa lrugmyndar- innar víða, og einn þeirra, er tók upp þráðinn, var hinn heimskunni ameríski húsameistari Frank Lloyd Whright. Er hann höfundur svipaðra hug- mynda, er hann setti fram í fyrirkomulagsáætlun, þekktri undir nafninu „Broadacre city“, en þar gerist hann talsmaður náttúrunar, líkt og Rousse- au, og sér hylla undir lausn þjóðfélagsvandamál- anna með afturhvarfi til náttúru og landbúnaðar. Þá skal stuttlega minnst á hugmyndir franska snillingsins le Corbusier, sem tvímælalaust er s YRPA 83

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.