Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 6

Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 6
þekktastur allra núlifandi listamanna, en hann er mesti brautryðjandi nútíma byggingarlistar. le Corbusier er byltingamaður, sem gagnstætt hinum enska heimi sniðgengur einstaklinginn í þágu heildarinnar. Hann hefur barizt harðri bar- áttu fyrir hugmyndum sínum, en hann vill rífa niður heilar heimsborgir og byggja upp á ný. „Bæirnir hafa bannlýst náttúruna, og það hefur orðið þeim að falli,“ segir hann. „Það er oss í blóð borið að þrá náttúruna, og í samfélagi við hana verðum við hamingjusöm á ný, heilbrigð á sál og líkama .... einungis út frá nýrri lífsskoðun get- um við í framtíðinni metið vandamál skipulagn- ingar og byggingalistar.“ Öll mannvirki í borgum hans eru á súlum, bæði byggingar og aðalakvegir, en jörðin frjáls fót- gangandi fólki og börnum að leik. Húsin eru 200 m há og millibil þeirra minnst 400 m; byggt flat- armál verður því sáralítið, en sólar og útsýnis gætir betur en í öðrum fyrirmyndarborgum. — Þrátt fyrir rýmið milli bygginganna er þetta mjög þéttbyggð borg, eða ca. 1000 íbúar á hvern ha — hámark garðborganna eru 100 manns á ha. Loks skal getið um „borgina beinu“ (Linar og . SKEMMTI6ARÐAR LANDBUNAÐUR ,.Borgin beina" lineal cities), en höfundur hennar er spanskur verkfræðingur, Arthur Sona y Mata, og bæir af þessari gerð fyrst byggðir í nánd við Madrid. Myndin er auðskilin. Skoðanabræður Spánverjans eru margir og þar á meðal le Corbusier. Rússar hafa miklar mætur á þessari hugmynd og byggja bæi eftir henni meðfram járnbrautum og skipaskurðum. Aðal- kostur þessara borga er aðgreiningin;* samhliða iðnaðarsvæðunum, en aðskilið með 500 metra breiðu gróðurbelti, er íbúðarhverfið, og þar eru skólar, veitingahús o. s. frv., en samhliða íbúða- hverfinu og utan við það eru skemmtigarðar með félagsbyggingum fyrir hljómlist, leiklist, íþróttir o. þ. h. Meðfram þessu belti og utan við það eru landbúnaðarsvæðin, að litlu leyti hýst, því að verkamenn á samyrkjubúunum geta búið í bæn- um. Fimmtíu þúsund manna borg af þessu tagi er 5—6 km löng. Þess mætti geta, að ein af mörg- um rússneskum borgum af þessari gerð er Stalin- grad. Telja má líklegt, að þessi hugmynd eigi eftir að koma meira við sögu hér á landi en orðið er, bæði til sjávar og sveita. Af ofanrituðu má sjá, að menn greinir á um form bæjanna, en þar hygg ég, að ráði mestu mismunandi lífsskoðanir höf- undanna. Bæir framtíðarinnar kunna að verða ólíkir ofangreindum hugmyndum, eða jafnvel samsettir af þeim öllum, en eitt er víst, að þar mun verða tekið tillit til þess, að við þurfum heilsusamlega og skemmtilega tilhögun í íbúðinni og umhverfi hennar, að við þurfum að- stöðu til menntunar, hvíldar og dægra- styttingar utan heimilisins, en að þess- ara gæða verður ekki að fullu notið nema í sæmilegri nálægð við bústað- inn, og síðast en ekki sízt mun fegurð- ar og náttúru gæta meira en hingað til. * Skipulag Skagastrandar minnir nokkuð á þessa hugmynd, einkum hvað aðgreiningu ólíkra hluta viðvíkur, og er að mörgu leyti ágætt. 84 S YRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.