Syrpa - 01.04.1947, Side 7

Syrpa - 01.04.1947, Side 7
Dr. BJÖRN SIGFÚSSON : KVEÐSKAPUR III. grein um bragfrœði HENDINGAR OG DÝRT RÍM í FERSKEYTLUM Hendingar eiga miklu lengri þróunarsögu en ferskeytti hátturinn. Þeirra skal því getið hjá fornskáldum fyrst. Hendingar eru atkvæði, sem hafa áherzlu og ríma hvert við annað, þannig sem dæmi sýna hér á eftir. Björn Breiðvíkingakappi sigldi svelluðu, sýldu skipi heim úr Austurvegi og hugsaði til konunn- ar, sem hann unni. Hann kallar sjóinn svanafold og kveður: Sýlda skar eg svanafold > súðum, því að gæibrúðr ástum leiddi oss fast austan með hlaðið flaust. Þetta er lielmingur dróttkveðinnar vísu. Enda- rím er ekkert, en innrím í hverri braglínu. Inn- rírnið súð:brúð og aust:flaust hefur algera sam- svörun og slík rírnorð kallast aðalhendingar. Þær eiga að vera í öllum jöfnum braglínum drótt- kvæða háttarins (2., 4., 6. og 8.). En í hinum (1., 3., 5. og 7.) eiga að vera svonefndar skothending- ar með hálfgerða samsvörun, og þannig er hér innrímið sýld:fold, — ást:fast. Ýmsir hættir svo sem oddhendur liafa fengið innrím á síðari öldum, nokkuð skylt hinu drótt- kvæða innrími. En hér skal fyrst sinnt því, sem mikilvægast varð, og það er þróun sambands milli endaríms tveggja eða fleiri braglína og endaríms ► í dróttkvæðunum, sem ríma ekki braglínur sínar saman, heldur aðeins 2 hendingar sömu brag- línu hverja við aðra. Hyggjandi er þá að vísum, sem brjóta braglög dróttkvæðanna án þess að verða háttleysa, því að þannig er það, sem nýir hættir fæðast. Vísa er eignuð Grími Úlfssyni, meðan hann var ungur í Noregi og lítt við hirðljóð taminn, og raða ég braglínum hans eftir geðþótta hér: Nú er hersis hefnd við liilmi efnd. Gengur úlfur og örn yfir ynglings börn. Flugu höggvin hræ Hallvarðs á sæ. Grár slítur undir ari Snarfara. Reynið að lesa vísuna með sem ólíkustum háttabrigðum og alloft, þangað til hvert orð í henni fær nokkurn þunga og samhengi við allt, sem á undan því fer. Dróttkvæð fallandi dugir vart til þess, þótt braglínulengd hennar sé áþekk þeirri, sem tíðast er lesin í þessari stöku (Nú er hersis hefnd / við hilmi efnd). Fornyrðislag er þó enn fjarstæðara, línustyttra og innrímslaust og endarímslaust. Lesum því vísu Gríms sem óbund- ið mál svo oft, sem þarf til þess, að úr henni fæðist nýr bragarháttur í vitundinni. Atvik voru minnistæð, þegar lnin var ort. Uppreisnarmenn höfðu unnið konungslið, brytjað fjandmenn fyrir borð í sjóorustu og hent líkum sumra fyrir erni og úlfa. Þórólfs bónda á Sandnesi var grimmilega he’fnt á Haraldi konungi lúfu og allrar kúgunar. Vísan barst konungi sem ögrun og uppreisnar- boðskapur. Var sem hornaþytur og hergjöll skyldi ymja honum í eyrum, er hann heyrði hana. Og þrungin er hún móði og kynngi Kvöldúlfsniðja. Leggjum nú aftur dróttkvæðahlustir við og finnum innrím. Þá koma aðalhendingarnar liefnd-.efnd, — örn:börn, — hrœ:sœ, og loks koma í undarlegri, jafnvægislausri bendu langa atkvæð- ið grár með þrjú stutt rímatkvæði móti sér: ari Snarfara. Þetta urrandi rím seinast er ekki fagurt, en við hverju var að búast af Grími reiðum? I þrem fyrri fjórðungum vísunnar eru venju- legar aðalhendingar, sem hafa færzt frá því að vera S YRPA 85

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.