Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 8

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 8
innrím til þess að vera endarím sín í liverri brag- línu. Hvort sem Skalla-Grímur hefur lifað svo lengi, að liann skildi framtíðarþýðing þessa af- brigðis síns eða eigi, skildi Egill sonur lians það og fullgerði úr því nýjan hátt í Höfuðlausn. Með þeim feðgum kemur endarímið fyrst inn í nor- rænan kveðskap og virðist því upprunnið úr rím- klaufsku Gríms í sigurvímunni í Sólundum, sem lokið er nú að skýra frá. í Bretlandi kynntist Egill endarími, sem haft var á dögum hans í latneskum kveðskap og a. m. k. í einu engilsaxnesku kvæði merku. Endarím föð- ur hans hefur gefið honum betri heyrn en ella á samrím liinna erlendu tungna, en skilið hefur Egill engilsaxnesku nokkurn veginn. Þar í landi flutti hann Höfuðlausn fyrir Eiríki blóðöx, og er þetta dænri hins snjalla ríms: Var-at villr staðar vefr darraðar of grarns glaðar geirvangs raðar, þars í blóði inn brimlá-móði völlr um þrumdi, und véum glumdi. Hverfum til 14. aldar, þegar ortar eru fyrstu rímur. Hátturinn er ferskeyttur með venjulegu víxlrími í enda braglínanna, en ekki runurími í einni braglínu eftir aðra, eins og hjá Agli er. Menn hafa fyrir satt, að fyrirmyndin að víxlrím- inu og þar með að ferskeytlunni hafi verið sótt í latneskan kveðskap, sem hafði það og var nokkr- um íslendingum vel kunnur á þeirri tíð. Hér er ekki rúm að rekja þá sögu, en almenningur tók hinum erlendu háttbrigðum vel af því, hve á- þekk þau voru mörgum eldri kveðskap lands- manna, bæði stöku Skalla-Gríms, Höfuðlausn Egils, yngri runhendum og loks dönsum, sem döfnuðu á Sturlungaöld. Af vinsæld ferskeytlunnar í rímum leiddi það, að skáld tóku að prýða liana með fjölbreyttum hendingum, innrími úr eldri kvæðum. Mestallar miðaldir var aðeins haft innrím innan hverrar braglínu um sig, en seinna skapaðist hringhend- an í nokkrum áföngum. Skulu nú sýnd dæmi, 3 alldýrt rímaðar vísur fyrir 1565 og því næst sléttu- bönd frá 17. öld. Þá veitir blítt, má vænta strítt vefji oss sorgarböndum. í dag er mér, á morgun þér meingjörð vís fyrir höndum. Spakmæli þessi eftir Magnús prúða hafa aðal- hendingar í ójöfnu braglínunum, blítt:strítt, — mér:pér. Það er í sjálfu sér eins og hjá Skalla- Grími: Nú er liersis hefnd við hilmi efnd. Og svo kvað síðar Einar Benediktsson: Heyrið ánauðug lönd brjóta ok, slíta bönd, heyrið írann og Grikkjann með þyrnanna kranz. Eigum vér einir geð til að krjúpa á knéð og að kaupa oss hlé fyrir rétt þessa lands? Áherzlur þær, sem rím þetta veitir, eru þungar og fastmæltar og hæfa skörulegum málflutningi. Áhrif þeirra mundu dreifast og rýrna, ef háttur- inn væri gerður dýrari, t. d. með innrími og sterk- um áherzlunr í jöfnu vísuorðunum einnig. Sé þetta viðurkennt mál, að oft þarf að varast of- dýrt rím í háttum sem þessum, er enn meiri hætta á, að ferskeytlur með styttri braglínur þoli eigi nema sumt af því innrími, sem bragsnillingar hafa leikið að prýða þær með. Odýrar vísur eru betri en dýrar, ef þær ná betur hugsuninni og áhrifamikilli framsetningu. En þar fyrir þarf ekki að lasta dýra rímið sjálft, aðeins ranga og ógagn- lega beiting þess. Fegurð innríms í dróttkvæðum hafði eigi síð- ur ljóðræn áhrif en áherzlustyrk til efnisskýring- ar. Þessi ljóðrænu áhrif erfðust til innríms fer- skeyttu háttanna. Hér er dæmi úr fornum rímum Ölvis sterka, og varðar þar meira um klið en efni: Dvíni ljóð, en þagni þjóð, þreytt mun verða að heyra, þennan óð um þagnar slóð þylja skal eg ei meira. En í þessari vísu í Kallamusrímum, sem einnig eru gamlar, verður þytur innrímsins yfirsterkari ljóðræna kliðnum eigi síður en efninu: Víst hér hrosta bastið brást bezt og mustið ljóða. Lízt mér Frosta lastið skást losta í gusti hljóða. Fyrir utan endarím ferskeytlunnar rímar hér sérhver kveða (skothending) við allar aðrar kveð- ur vísunnar nema brást, skást. Dýrar er aldrei 86 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.