Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 15

Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 15
GUÐMUNDUR EINARSSON frá Miðdal: LEIÐARLÝSING Hver, sem lifir samkvæmt málshættinum: „Á veltandi steini vex ekki mosi“, hann athugi, að óskasteina er ekki að finna á öskuhaugum. Sömu- leiðis, að töfralampar liggja ekki á götunni nú eins og á dögum Aladdíns. Leitið heldur til fjallanna, víðáttunnar, um órafjarlægðir út í blámóðu sjóndeildarhringsins. Þegar öngþveiti, efnishyggja og þvæla æsi- fregna steðjar að fólkinu, þá hrópar það liástöf- um: Hvernig eigum við að lifa? Hvert að fara? Ég segi ykkur, sem eruð í tímaþröng og finnið ekki yndi lífsins: Það er frekar liamingju að finna við rætur fjallanna innan um burknastóð og hvannarætur heldur en í bílaþvargi og jazzglamri. Þið haldið ef til vill, að veggir óskapnaðarins séu að lnynja yfir ykkur? Þá dugar ekki að forða sér í dyragættina eða draga belg á höfuð sér. Þess er ekki heldur þörf, því enn eigum við friðland, þar sem reginöfl náttúrunnar eru einvöld, há- fjöll og jöklar. Nú fara sólarmánuðir í hönd. Ég ráðlegg öll- um að búa sig í tæka tíð, taka hendur úr vösum, atlmga kortið og velja leiðir og áfanga fyrir sum- arleyfið. Ef einhver hefði gaman af stuttri leiðar- lýsingu fyrir sumarferð sína, þá vil ég segja frá fegurstu fjallaleið, sem ég þekki, sernja í fám orðum litla ferðalýsingu fyrir fólk það, sem ferð- ast vill aðallega á hestum. Það er hægt að fara tvo þriðju af leið þessari í bíl, en eftir þrjátíu ára reynslu vil ég álykta, að það muni ekki veita handa þeim, sem ferðast vilja um óbyggðir hálfa ánægju. Duglegir göngugarpar, sem treysta sér til að ganga langar dagleiðir, geta hæglega farið þessa leið, því fimm sæluhús eru á leiðinni. Við leggjum af stað frá Geysi árla morguns, förum sem leið liggur til Gullfoss og skoðum hann baðaðan birtu morgunsólar. Hvítárvatns- veg höldum við svo inn í Sultarkrika við Svartá. Frá vaðinu á ánni liggur glöggur vegur upp með ánni að norðanverðu. Vegur þessi liggur að sælu- húsi Ferðafélagsins undir Einifel li við Hagavatn. Það borgar sig, — einnig fyrir gangandi mann — að halda veginum, því að annars er erfitt að finna húsið. Þetta er hæfileg dagleið fyrir ríðandi fólk, löng dagleið fótgangandi fyrsta daginn. En bíl- fært er þangað í fyrsta lagi um miðjan júlí. Við Hagavatn er undrafagurt og hrikalegt. Vaknið snemma næsta morgun og gangið upp með ánni, sem fellur úr Hagavatni, alveg upp á fjallið þar til þið sjáið vatnið. Þá opnast dýrðleg- ur fjallahringur: Til hægri handar Jarlshettur, — hinn stílhreini fjallgarður, — framundan Lang- jökull og Hagavatn, til vinstri Hlöðufell, Skriðan og öll Laugardalsfjöll. Það er gott dagsverk að skoða umhverfið og hæfilegt er að dvelja í skál- SYRPA 93

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.