Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 16

Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 16
anum næstu nótt, ef ekki eru komnir nýir gestir til þrengsla. Stutt dagleið er til Hvítárvatnssæluhússins. Bezt er að stefna á Bláfellsháls eða norðan við Bláfell og halda sem leið liggur til Hvítárness. Ekki þarf að lýsa hinu undurfagra umhverfi hússins, sem er stórt og rúmgott. Hæfilegt er að dvelja einn dag við Hvítárvatn, nota hann til að ganga inn í Karlsdrátt, þar sem skriðjökull gengur ofan í Hvítárvatn að norðan. Fyrir gangandi fólk er ekki auðvelt að komast þurrurn fótum t Karls- drátt. Til þess þyrfti að krækja alla leið upp á „Hlaup“ í Fúlukvísl, norðanvert við Hrútfell. Staðurinn er auðfundinn, ef farið er upp með ánni og kemur að honum þegar skammt er kom- ið upp með gljúfrunum. Þetta er þó rangnefnt „Hlaup“, því ekki þarf að hlaupa yfir, heldur nægir að stíga spottann, það er aðeins meter á milli gljúfurbarmanna. Sumir telja það hugrekki að fara þarna yfir, en það er ofmælt, slíkt getur liver og einn. — En þessi leið er ekki ætlandi nema göngugörpum. Sjálfsagt er að reyna að vaða Fúlu- kvísl, og er það helzt hægt snemma morguns. Svo er haldið lit í Fróðárdal og Fróðá vaðin framarlega í dalnum; er áin nokkuð köld, en slétt í botn. Þaðan er ekki vandratað í Karlsdrátt, en sá dalur er einstæður að fegurð og rnarg- breytileik. Þeir, sem eru ríðandi, verða að atliuga vel vað á Fúlukvísl, því að sú á hefur mörgum hesti skellt og hrakið þann, er á sat. Þessi dagleið, fram og til baka í Fróðárdal, er alllöng, og enginn gerir meira þann daginn. Það er því hæfilegt að nátta sig aftur í Hvítárvatnssæluhúsinu og hvíla lúin bein. Hinn fimmta daginn förum við til Þjófadala- skála. Það er hæfileg dagleið fyrir gangandi fólk. Skálinn er lítill og rúmar ekki nema 8—12 gesti, eftir því hve fólk er plássfrekt. (í þessu tilefni vil ég geta þess, að skáli, sem var rúrnur fyrir undir- ritaðan og 18 félaga, var „of lítill" handa 8 manns skömmu síðar!) í Þjófa- eða Hvinverjadölum er gott að vera, því að þar er skjólsælt. Bezt er að dvelja hálfan dag þarna og nota hann til að fara inn í Fögru- hlíðar við upptök Fúlukvíslar. Síðdegis er svo haldið til Hveravalla. Þar er fátt að skoða — nema hverina — og nægir kvöldið til þess. Næsta dag er svo farið til Kerlingarfjalla, til skálans í Árskarði. Brú er nú á Jökulfallinu skammt frá Gýgjarfossi og greinilegur bílvegur alla leið. Ef þú, ferðalangur, hefur ráð á tveimur eða þremur dögurn, þá er bezt að nota þá til að skoða Kerlingarfjöll og ganga á hátind Fannborg- ar. Kerlingarfjöll eru dýrðlegur staður — heimur fyrir sig. Jafn breytileg náttúra er ekki til á Is- landi og ekki önnur eins litfegurð nema við Land- mannalaugar. Þarna vildi ég ráðleggja þeim, sem gangandi eru, að dvelja, og ganga svo austan Hvítár niður í Hreppa og heimsækja Þjórsárdal. „Ok eru þeir nú úr sögunni". Hinir, sem eru með bíl, verða að láta sér nægja þjóðveginn heim, og hafa þeir þá hvorki komið í Þjófadali eða Fögruhlíðar, heldur ekið úr Hvítárnesi sem leið liggur til Hveravalla. Nú koma í ljós eiginleikar hestsins og yfirburð- ir umfram öll farartæki. Þeir, sem hestana hafa og tjald, geta nú farið til Nauthaga við Hofsjökul. Ef enginn er með kunnugur, er nokkuð vandrat- að yfir svokallað Illahraun, og ekki fært nema í björtu. Malarhryggur liggur í gegnum hraunið neðarlega og liggja slóðir að honum jafnan. Er þetta greiðfært að öðru leyti en því, að tvö úfin hraunhöft eru á leiðinni og verður að fara þar varlega. Þeir, sem ekki treysta sér til að finna þessa leið, verða að fara norðan við Loðmund og Kerl- ingargfjöll og stefna svo í austur, unz þeir finna leiðina eða göturnar, sem liggja í Nauthaga. Nauthagi er merkilegur staður, grasgefinn blettur handan við Blautukvísl osr Strönsfukvísl. Oft er erfitt að fara þessi vötn síðla dags sökum vaxta (og bleytu í Blautukvísl), og er þá betra að bíða kvöldsins með yfirreiðina, og skoða heldur á meðan hin tröllslegu gljúfur Blautukvíslar, eða ganga á Nautöldu. í Nauthaga eru volgar laugar og störin hærri en víðast livar annars staðar á ís- landi. Þar er ódáinsland öræfanna og svo góðir hagar, að aldrei vissi ég til að hestar hreifðu sig þar. Hvergi er hægra að ganga á Hofsjökul en úr Nauthaga, en aldrei skyldu ganga færri en þrír og þó með góða fjallalínu (10 metra fyrir hvern mann). Við förum svo til Arnarfells hins mikla árla morguns, til þess að losna við að blotna í hinum straumþungu ám, er falla til Þjórsár úr jöklinum. Þar dveljum við daglangt og höfum nægan tíma til að ganga á Arnarfell, en þaðan er svo víðsýnt, að nálega sér um allt landið. Við fætur manns liggur Þjórsá með þúsund kvíslum eins og silfur- net. Arnarfell klýfur jökulinn og spyrnir nöktu 94 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.