Syrpa - 01.04.1947, Page 17

Syrpa - 01.04.1947, Page 17
bakinu við íslirönnunum, svo að jökulröndin rís við. Á söndunum við kvíslarnar vex eyrarrósin svo þétt, að sandflæmin taka lit af. Þarna í fjall- inu er mesta blómskrúð — samankomið á einum stað — sem til er á Islandi, burnirótin og hvönnin hærri en hvarvetna annars staðar. Nú er um tvennt að velja: að fara aftur til Nauthaga og sem leið liggur vestan Þjórsár og til Þjórsárdals (um 100 kílómetra) eða að fara yfir Þjórsá á Kvíslarvaði og yfir á Sprengisandsveg, halda svo til suðurs og niður á vað á Köldukvísl. Vaðið er skammt fyrir neðan foss í ánni — þann neðsta af fimm. Athugull maður finnur þetta vað hæglega, og ekki er að óttast sandbleytu, því vaðið er grýtt og nokkur straumþungi. Þegar yfir kemur í Þóristungur er athugandi, hvort tími er til að skoða Þórisvatn um leið og farið er til Fiskivatna. Það borgar sig, en ekki er hugsanlegt að fá liaga fyrir hesta á þeirri leið. I Fiskivötnum er gott að vera, og kunni ein- hver til veiði, er hægt að fá í soðið. Þar þarf mað- ur að hafa nærri ótakmarkaðan tíma. Þar er ævintýraland. Gott er að dvelja í Breiðaveri með hesta og tjaldstæði við Hamarinn er skemmtilegt. Þarna eru ferðamenn miðsvæðis í allri dýrðinni. Úr Fiskivötnum er haldið að Bjallavaði á Tungná, er það oftast fært snemma dags, en þó ekki nema kunnugum. Ókunnugir ættu að nota bátana, sem venjulega eru sitt hvoru megin ár- innar. (Bezt að hringja á Vegamálaskrifstofuna áður en lagt er af stað og spyrja um þetta.) Frá vaðinu Iiöldum við til Loðmundar við Landmannaleið. Þaðan er hægt að fara til Land- mannalauga (sem ég kalla Ódáinsakur), og er þá sjálfsagt að skoða Jökulgilið og Námsfjall. Ekki er vandratað frá Loðmundi til byggða, og ráða vil ég öllum, sem þar fara um slóðir, að taka með leiðarlýsingu Pálma Hannessonar í Ár- bók Ferðafélagsins 1933. Sú bók er bezti leiðar- vísir, sem til er um þessar slóðir. Einnig væri rétt að hafa með Árbók 1929, ágætt rit eftir Ög- mund Sigurðsson og Björn Ólafsson um Hvítár- vatnssvæðið og Kjöl. Sömuleiðis hið vandaða rit, Árbók 1942, eftir Steinþór Sigurðsson, Jón Ey- þórsson o. fl. í þessum ágætu bókum eru kort og myndir, sem auðvelda ferðalagið. Að endingu vil ég ráða þeim, sem ferðast um þessar og aðrar slóðir, að kaupa og lesa vandlega litla bók, sem heitir Útilíf (Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar). Það mun spara ykkur marga mæðustund, er oft hlýzt af fljótfærnislegum útbúnaði. Orðaskipti um Bacchus Nokkru eftir aldamótin fór Árni Pálsson með þessar stökur í glöðu samsæti: • „Ennþá gerist gaman nýtt: gnótt er í kjallaranum. Nú er geðið glatt og hlýtt hjá gamla svallaranum. Oft um marga ögurstund á andann fellur héla, en hitt er rart, hve hýrnar lund, ef heyrist gutla á pela. Það er eins og leysist lönd úr læðing margra ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára.“ Síðan sneri hann sér að frú Tlieódóru Thor- oddsen og sagði: „Og bættu nú við.“ Þegar hann heimsótti hana nokkrum dögum síðar, hafði hún framhaldið á reiðum höndum: „Bacchus kóngur kann það lag, þá köld og myrk er lundin, að breyta nótt í bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Bjart er skúraskinið þá, og skjólin mjúk og fögur. En skelfing vill oft skella á, er skroppinn er uppi lögur. Augun gerast vot og veik, vitinu sumir farga; svona eftir sælan leik svíkur Bacchus marga.“ Þá greip Árni fram í: „Nei, hættu nú, hættu nú. Ég vil ekki timburmennina!“ Höfundarnir hafa góðfúslega leyft „Syrpu" að birta þessar stökur, sem eru alltof snjallar til að týnast. Þær munu ekki vera á margra vörum, að undanskilinni fyrstu vísu frú Theó- dóru, sem hefur orðið landfleyg — en gefur harla ranga hug- mynd um svar skáldkonunnar. S YRPA 95

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.