Syrpa - 01.04.1947, Síða 26
voru þrettán talsins og sjö dóu ung. Við vorum
alltaf með annan fótinn í sjúkrahúsinu, ef svo
mætti segja.“
„Ja, er það satt,“ sagði rithöfundurinn og
það fór hrollur um hann. Hann settist aftur við
að skrifa.
Já, sjö dóu þau, og á meðan hin sex voru á
barnsaldri lagðist maðurinn hennar í tæringu.
Það var mjöl í lungunum, hafði læknirinn sagt.
Maðurinn hennar sat uppi í rúminu með skyrt-
una bretta fram yfir liöfuð. Læknirinn dró hring
á bakið á honum með fingrinum og sagði:
„Ef við opnuðum hann hér, frú mín góð, þá
munduð þér sjá, að lungun eru full af hvítu dufti.
Andið þér, maður minn.“ Og Anna vissi aldrei,
hvort það var hugarburður eða veruleiki, en
lienni sýndist leggja hvítan rnökk frá vitum vesal-
ings elsku mannsins síns.
Og öll baráttan við að koma þessum sex börn-
um upp án þess að verða mannaþurfi! Hvílíkt
þrautalíf! Og þegar þau voru komin svo á legg,
að þau áttu að fara að ganga í skóla, þá fluttist
mágkona liennar á heimilið þeim til styrktar. En
hún var ekki'búin að vera nema tveggja mánaða
tíma, þegar hún datt niður stiga og slasaðist á
mænunni. Þar áskotnaðist Önnu einn ómaa;inn
í viðbót. í fimm ár annaðist hún hana eins og
barn, vesalinginn sígrátandi. Svo lenti elzta dótt-
irin á glapstigu og dró Ellu litlu með sér. Tveir
drengirnir fóru alfarnir til útlanda og Jonni litli
í herinn til Indlands. Magga, yngsta telpan, gift-
ist þjóni, hálfgerðri mannleysu, sem dó úr maga-
sári árið, senr Nonni litli fæddist. Og nú var það
Nonni, litli dóttursonurinn minn ....
Staflarnir af óhreinum matarílátum voru nú
þvegnir og þurrkaðir, biksvartir hnífarnir fægð-
ir með kartöflu og korktappa, borð og hillur
þvegnar og skólpþróin tæmd, svo að nú syntu þar
engir síldarsporðar lengur ....
Hann hafði aldrei verið hraustur. Hann var
eitt af þessum fíngerðu, björtu börnum, og al9'
héldu að hann væri telpa. Silfurbjarta lokka hafði
hann, blá augu og agnarlitla freknu á nefinu, eins
og gimstein.
Að hugsa sér, hvað hún og Magga lögðu sig í
líma til að koma döngun í þetta barn! Allt höfðu
þær reynt, sem blöðin ráðlögðu. Á sunnudags-
morgnana, meðan Anna gamla var að þvo þvott-
inn sinn, var Magga vön að lesa upphátt fyrir
hana:
„Herra minn. Aðeins nokkur orð til að láta
yður vita, að Marta litla var talin a£ .... Þegar
hún var búin að taka inn úr fjórum glösum....
þyngdist um sjö pund á níu vikum og heldur
enn áfram að þyngjast....“
Þá var eggjabikarinn með blekinu tekinn ofan
af hillu og bréf skrifað. Morguninn eftir keypti
amma póstávísun á leiðinni til vinnunnar. En
allt kom fyrir ekki. Nonni litli þyngdist ekkert.
Hann roðnaði ekki í kinnunum, þó að þær færu
með hann alla leið upp í kirkjugarð, og matar-
lystin skánaði ekkert við ökuferðir í strætisvagn-
inum.
En hann var ömmudrengur frá upphafi.
„Hver á drenginn?" sagði amma gamla um leið
og hún rétti sig úr beygjunni yfir eldavélinni og
gekk út að óhreinum glugganum. Og veik rödd,
svo blíð og svo náin, að henni fannst hún koma
úr sínu eigin brjósti, undan hjartarótunum —
sagði fagnandi: „Amma á Nonna.“ Það kom
kökkur í hálsinn á henni. . . .
Það heyrðist fótatak. Rithöfundurinn kom inn
í eldhúsið. Elann var kominn í yfirhöfnina.
„Jæja, ég er að fara út.“
„Já, einmitt."
„Tveggjakrónupeningurinn yðar liggur hjá
blekbyttunni.“
„Þakka yður fyrir.“
„En heyrið þér annars," sagði rithöfundurinn
og bar hraðann á. „Þér munuð ekki hafa fleygt
kaffi, þegar þér voruð hérna síðast.“
„Nei.“
„Það var undarlegt. Ég gæti lagt eið út á, að
það var eins og teskeið af kaffi eftir í dósinni.“
Hann þagnaði. Svo sagði hann hlýlega, en ákveð-
ið. „Þér gerið svo vel að láta mig vita það fram-
vegis, Anna, ef þér fleygið einhverju.“ Síðan fór
hann, ánægður með sjálfan sig. Nú var hann bú-
inn að koma Önnu gömlu í skilning um, að þótt
hann væri kannske kærulaus á yfirborðinu, þá
væri hann undir niðri athugull eins og bezta hús-
móðir.
Hurðin skall á eftir honum. Anna gamla fór
með sópinn og klútana inn í svefnlierbergið, en
þegar hún fór að búa um rúmið, breiða yfir,
slétta og strjúka, þá var henni allri lokið. Hún
fór að hugsa um Nonna litla. Af hverju þurfti
hann að taka svona mikið út? Hún skildi ekkert
í því. Hvers vegna þurfti þessi litli guðsengill að
vera að þrábiðja um loft og vera að berjast við
104
SYRPA