Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 29

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 29
3. að hætt verði með öllu að láta einstaklingum og félögum í té svokallaðar undanþáguheimildir til vínveitinga, og 4. að hætt verði að veita áfenga drykki í opinberum veizlum." Jafnframt ritaði hún öllum félögum bæjarins svohljóðandi bréf: „Afengisvarnarnefnd kvenfélaga á Siglufirði skorar á öll fé- lög í bænum að banna ölvuðum mönnum aðgang að skemmt- unum sínum. Nefndinni er kunnugt um, að einstaka menn hafa það svo að segja fyrir vana, að koma ölvaðir á skemmtanir, fremja óspektir og eyðileggja skemmtun fyrir öðrum. Ef öll fé- lög í bænum tækju höndum saman gegn þessu, myndi það á- reiðanlega hverfa úr sögunni." Nefndin hefur ennfremur leitað samstarfs við bæjarstjórn Siglufjarðar um áfengisvarnir. Á Ólafsfirði gekkst kvenfélagið „Æskan“ fyrir stofnun áfeng- isvarnarnefndar. Formaður er frú Petra A. Jóhannsdóttir. Stofnfundurinn samþykkti svofellda yfirlýsingu: „Sameiginlegur fundur stjórnar Slysavarnarsveitar kvenna, stjórnar verkakvennadeildar Olafsfjarðar og Áfengisvarnar- nefndar Kvenfélagsins „Æskunnar" iýsir því hérmeð yfir, að hann sé einróma fylgjandi tillögum og áskorunum Áfengis- varnarnefndar kvenfélaga í Reykjavik og Hafnarfirði. Skorar hann einnig á Alþingi og ríkisstjórn að sjá um, að Áfengis- verzlun rxkisins verði lokað yfir fjóra mánuði ársins, eða frá júlíbyrjun til októberloka. Skorar nefndin og á bæjarstjórn Ólafsfjarðar að gera allt, sem unnt er, þessu máli til stuðnings." Kvenfélagið á Stokkseyri hefur boðað hreppsnefnd og félags- formenn í þorpinu á fund til þess að ræða áfengisvandamálið, sérstaklega að þvi er skemmtanalíf þorpsins snertir. Bréf, sem félagið ritaði þessum aðilum, endar svo: „Keppum öll að því að fegra og betra samkvæmishættina, svo að þeir, sem samkomur vilja halda hér í hreppi, fái ekki á sig sóðaorð."* Oll kvcnfélögin á Suðurnesjum hafa stofnað til samtaka með sér, en það eru: Kvenfélag Keflavíkur, Kvenfélag Grindavikur, kvenfélagið „Gefn“ í Garði, kvenfélagið „Fjóla" á Vatnsleysu- strönd, kvenfélagið í Ytri-Njarðvíkum og kvenfélagið „Hvöt“ í Sandgerði. Fulltrúafundur sendi Alþingi þessa áskorun: „Fundur fulltrúa frá kvenfélögum Suðurnesja, haldinn í Keflavík 23. apríl 1947, skorar á Alþingi að ákveða, að lögin um héraðabönn komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er. Jafnframt mótmælir fundurinn eindregið fjölgun útsölustaða á áfengi." Við óskum þessum brautryðjendum innilega til hamingju! Og önnur félög biðjum við um að feta í fótspor þeirra sem allra fyrst. Biðið ekki til haustsins. Það hefur komið mjög greini- lega í ljós upp á síðkastið, að full ástæða er til að gera Alþingi skiljanlegt, að okkur er alvara, og að við munum ekki láta sitja við orðin tóm. Frumvörp þau, sem liggja fyrir þinginu, áfeng- ismálinu til úrbóta, virðast öll dauðadæmd, að frumvarpinu um héraðabönn einu undanskildu. Og það sýnir glögglega hver andi ríkir í þingsölunum þessu máli viðkomandi, að nú hefur komið fram frumvarp, sem miðar að því að hleypa ótakmörk- uðu áfengisflóði yfir landið. Er hér átt við frumvarp Sigurðar Kristjánssonar um breytingti á áfengislögunum, þannig að ráð- * Leturbreyting okkar. herra verði veitt „heimild til að veita veitingahúsum veitinga- leyfi á áfengum drykkjum.“ Við kölluðum saman fulltrúafund hinn 29. apríl s.l. til þess að mótmæla þessari óhæfu. Var hann ágætlega sóttur og ein- róma samþykkt að senda Alþingi svofelld mótmæli: „Fundurinn lætur í ljós undrun sína yfir frumvarpi Sigurð- ar Kristjánssonar á þingskjali nr. 680 um breytingu á áfengis- lögunum, og skorar fastlega á Alþingi að fella það. Fundurinn telur það liggja alveg í augum uppi, að breyting- ar þessar mundu verða til þess að stórauka möguleika unglinga til áfengisnautnar, og spilla almennu skemmtanalífi enn miog frá því, sem þegar er orðið. Frumvarp þetta virðist vera fram borið með það fyrir aug um, að jafna misrétti, er orsakast af forréttindum Hótel Borgai til vínveitinga. Sýnist fundinum beinasta og eðlilegasta leiðin til þess að gera öllum veitingahúsum jafn hátt undir höfði i þessu efni vera sú, að svipta Hótel Borg heimildinni til vín- veitinga, og mælist eindregið til þess að Alþingi taki upp þetta ráð.“ Bæjarstjórn Reykjavíkur var send eftirfarandi áskorun: „Fundurinn skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að láta tillögur Alfreðs Gíslasonar læknis, til úrbóta áfengisvandamálinu, koma til framkvæmda hið allra fyrsta." Samhljóða tilmæli voru send ríkisstjórninni. Loks var lög- reglustjóranum i Reykjavík send þessi beiðni: „Fundurinn skorar á lögreglustjórann í Reykjavík að taka upp aftur vegabréf til handa almenningi, svo að hægra verðx að framfylgja ýmsum þeim ákvæðum lögreglusamþykktarinnar, sem miðuð eru við ákveðinn aldur.“ í útvarpserindi frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, sem hún flutti á vegum okkar, fór hún fram á það að kvenfélög landsins sendu Alþingi áskoranir um héraðabönn og legðust á eitt um að stuðla að því, að tillögur Afreðs Gíslasonar komist í fram- kvæmd. Nú hefur bætzt við þriðja tilefnið: Frumvarp Sigurðar Kristjánssonar. Mótmælið þvi! Látum Alþing finna, að það stendur frammi fyrir vakandi þjóð. Reykjavík, 1. maí 1947 F. h. Áfengisvarnarnefndar kvenfélaga í Rvík og Hafnarfirði Kristin Sigurðardóttir, formaður. ☆ Slysið við Seley í 1. hefti „Syrpu" birtist austfirzk saga, höfð eftir Jónasi Gíslasyni. Um þessa sögu hefur Ásmundur Helgason frá Bjaigi sent blaðinu athugasemd þá, sem hér fer á eftir: LEIÐRÉTTING í tímaritinu „Syrpu" er grein, sem segir frá sjóslysi, er varð í Seleyjarálum í júlí 1876. í greininni eru nokkrar missagnir, sem ég álít ekki rétt að láta fara út á milli manna án þess að leiðrétta þær, því ég tel mig hafa svo góðar heimildir fyrir því, hvernig það slys varð og sú mannbjörg fór fram, að á betra verði ekki kosið. Fimm missagnir eru í greininni, sumar all-veigamiklar: SYRPA 107

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.