Syrpa - 01.04.1947, Síða 30

Syrpa - 01.04.1947, Síða 30
1. Helgi Pálsson. var aldrei bóndi eða hafði nein manna- forráð, nema það að hann var þrjár sumarvertíðir formaður í Seléy fyrir Andrés Eyjólfsson, bónda að Helgustöðum, á bát hans, „Reyðarfirði", sem hann drukknaði af. 2. Vindstaðan var norðaustan, en ekki suðvestan. 7. Seleyingar gerðu alls ekki ráð fyrir, að svona mundi fara, og voru þvi ekki viðbúnir, en svo vel vildi til, að snarmennið Jón Stefánsson frá Sómastaðagerði var nýkominn af sjó á bát sínum, „Elliða“, og honum var fljótlega hrundið á flot með átta mönnum. 4. Stefán og Helgi voru báðir búnir að missa af og sleppa handfesti af kjölnum og horfnir í djúpið, áður en „Elliði" kom að, svo að hið ótrúlega samtal, er greinin nefnir, átti sér ekki stað og gat ekki fram farið þar. I greininni eru orð, sem eignuð eru Stefáni. en Helgi talaði þau eða lík orð, er hann sá Stefán hverfa þegjandi og hljóðalaust í djúpið, og kastaði sér í sjóinn. Hitt var talið jafnvíst, að þó Stefán hefði séð Hclga hverfa í djúpið, mundi hann ekki sjálfráður hafa sleppt taki, því að hann var lífsglaður maður og hafði haft að sögn rika ástæðu til að vilja lifa. 5. Slysið vikli til lengra frá Seley en ráða má af greininni. Bátnum var kollsiglt utan við svonefndar Súlur, um 12—1300 faðma frá Seley. En að Krossanesi frá Seley eru taldir um 3000 faðmar. Þar sem ég hef leyft mér að telja umrædda grein fara með óviðunandi missagnir fyrir þá, sexn betur vita, mun ætlazt til, að ég segi frá þessari slysaferð, og það skal ég gera eins og ég heyíði þá Ásmund Jónsson og Jón Björnsson segja frá, en þeir voru mennirnir, sem bjargað var af kjölnum, og áttu þá báðir heima á Kirkjubóli í Vöðlavík, þar sem ég ólst upp. Líka heyrði ég Einar Þorláksson, bónda að Kóngsparti, segja frá björgunarstarfinu, en hann var einn með í þeirri för. Frásögnum þeirra ber vel saman. Frásögn Ásmundar og Jóns: Við vorum að flytja alfarnir úr Seley og höfðum því ekkert til að fara með út. Þegar við rerum út hjá Vaðsfjöru (á Krossa- nesi) hafði Stefán orð á því, að vissara væri að fara á land og taka steina í kjalfestu, og þetta studdum við. En Helgi kvað þess enga þörf, sagðist hafa siglt „Reyðarfirði" í hvassara veðri yfir Seleyjarála og hefði eigi sakað, og þar við sat. — Þegar kom út um Súlur, jók vindinn. Vildi Stefán þá fækka seglum, þar sem báturinn væri kjalfestulaus, en Helgi sagðist hleypa bátnum upp í og hálsa báruna, ef með þyrfti. Það gerði hann með þeim afleiðingum, að bátnum sló um á einni bárunni, og sneri þá nær því upp i vindinn. Enginn bát- verja missti hönd af bátnum. Helgi sleppti aldrei hendi af stýrinu, heldur dró sig eftir því upp á kjölinn, því að stýrið gat ekki farið af járnum ómanntekið. Stefán hafði stuðning með fæti af aftari vantinum, meðan seglin voru að fara í kaf. Eftir það lá báturinn rólega upp í vind og báru. Náði Stefán þá upp á kjölinn. Jón hafði sama stuðning af vanta á fram- mastri og náði sér svo upp á kjölinn, Ásmundur var fremstur í bátnum og greip strax um kollubandið, hélt sér þar, þangað til báturinn lá rólega; þá steig hann í kollubandslykkjuna og varpaði sér upp á kjölinn tvo vegu. Það skal tekið hér fram, að Ásmundur var líkamaléttur og hið mesta lipurmenni, svo að á orði var haft. Þannig voru þeir allir á kjölnum, héldu sér í hann eða sátu tvo vegu yfir hann. Þeim fannst vindurinn kaldur, þótt sólin skini glatt, og dró því heldur af þeim. Að lítilli stundu liðinni sáu þeir til bátsins frá Seley. Lifnaði þá heldur lífs- vonin hjá þeim. Þegar báturinn átti eftir um tvær strenglengdir að þeim, var sem Stefán ætlaði að færa sig til, en missti þá handfesti á kjölnum og hvarf sem steinn í djúpið. Þá er Helgi sá þetta, hafði hann sagt: „Við höfum fylgzt að hér, bezt við verðum samferða," sleppti tökum og kastaði sér í sjóinn. Var hann horfinn, er báturinn kom að bjarga þeim. Ásmundur og Jón sögðu ennfremur svo frá, að þegar tölu- vert vín var i Stefáni, hafi hann átt vanda til að fá krampa- flog og orðið þá sem máttlaus. Töldu þeir því víst, að hann hefði fengið slíkt aðsvif. Einar Þorláksson heyrði ég segja þannig frá; „Við vorum að setja „Elliða“ Jóns á Sómastaðagerði, er við sáum þá á „Reyðarfirði" koma siglandi frá landi, en okkur kom ekki til hugar að nein hætta væri á ferðum, því það var enginn undirsjór, norðaustan smásævi, þægilegur seglkaldi fyrir bát með góða kjalfestu í sér. Það kom því hálfflatt upp á okkur, er við sáum, að „Reyðarfirði" var siglt um. En þá voru snöggar hreyfingar og skipanir Jóns á Gerði. Var „Ell- iða“ hrundið fram, átta menn fóru með; var róið öllum árum og siglt fullum seglum að slysstaðnum, en þegar þar kom, voru aðeins Ásmundur og Jón eftir á kjölnum, Jón orðinn mjög magnþrota, en Ásmundur sem spánýr, var að berja sér til hita á kjölnum." Ég vil taka það fram, að þegar ég nokkrum árum síðar kom fyrst til vers í Seley, heyrði ég talað um Helga Pálsson sem sækinn, djarfan og mjög lipran sjómann, er fór sínar götur, en ekki troðnar, þar sem því varð við komið. 27. marz 1947. Ásmundur Helgason frá Bjargi „Syrpu“ er ánægja að flytja þessar sögur Ásmundar frá Bjargi, þar sem i hlut á merkur fróðleiksmaður og sögur hans eru athyglisverðar. Áður en grein Ásmundar barst „Syrpu“, hafði Jónas Gislason sjálfur beðið fyrir leiðréttingu á því, sem misfarizt hafði í uppskrift sögu hans, sem sé, að Helgi var ekki bóndi, og því, að honum var ekki kunnugt um, að björgunarmennirnir hefðu kallað til bátverjanna. Þetta síðara var komið úr annarri gerð sögunnar. „Syrpa" hefur sem sé fengið þriðju útgáfu þessarar sögu frá austfirzkri heimild. Henni ber saman við sögu Jónasar, nema um tilefni þess að þeir félagar fóru í sjóinn af kjölnum. Þar segir, að ósátt nokkur eða metingur hafi verið milli sjómannanna í Seley út af spilamennsku x landlegu. Það er mjög algengt, að sögur hreytist í munnlegri geymd, eða að til séu mismunandi gerðir þeirra. Þetta er alþekkt úr íslendingasögum og þjóðsögum. Áþekkur munur og nú hefur komið fram á þessari Seleyjarsögu er t. d. á frásögnun- um um drukknun Eggerts Olafssonar. Það hefur einnig sýnt sig i mörgum yngri sögum, að menn kunna þær í mismun- andi myndum, eða skoða atburðina ekki frá sama sjónarmiði, eins og t. d. hefur sézt á athugasemdum þeim, sem gerðar hafa verið við frásagnir séra Árna Þórarinssonar og Þórbergs Þórðarsonar eða minningar Eyjólfs á Hvoli, svo að nefnd séu ný öndvegisrit. En ávallt er skylt að hafa það, er sannara reynist. Jónas Gíslason hefur sagt svo um sína sögu að lokum: „Sögumaður minn var Sigurður Oddsson, bóndi á Kollaleiru. 108 SYRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.