Syrpa - 01.04.1947, Síða 35
Börnin góð! Nú ætlar amma að segja ykkur
síðustu söguna frá Grænlandi. Næst fáið þið að
heyra ævintýri frá Indlandi. Hvernig lízt ykkur
á það?
Sagan um Bragðaref
Það var einu sinni lítil stúlka, sem átti sér
ljómandi fallega, tamda tófu; þetta var lítill blá-
refur og henni þótti fjarskalega vænt um dýrið
sitt.
Einhverju sinni, þegar vetraði að, varð veður-
harkan svo ofsaleg, að allar vakir frusu, hvergi
var glufa á ísnum eins langt og augað eygði og
enga björg að fá, svo að sulturinn fór að gera
vart við sig í byggðinni.
Þá tók faðir litlu stúlkunnar einn dag til máls
og sagði:
„Til hvers erum við eiginlega að hafa þessa
tófuskömm? Aldrei gerir hún neitt til gagns, veið-
ir ekki vitundar ögn og étur bara það, sem við
erum að berjast við að draga til búsins.“
Þegar tófan heyrði þetta, fór hún til litlu stúlk-
unnar og bað hana um að búa sér til dálítinn
poka, sem hún gæti borið í bandi um hálsinn, og
það gerði stúlkan.
Morguninn eftir, þegar fólkið vaknaði, var tóf-
an horfin og enginn vissi, hvað af henni hefði
orðið. Hún kom ekki heim aftur fyrr en komið
var langt fram á dag; fólkið sá hana álengdar og
það var auðséð á göngulaginu, að pokinn var út-
troðinn. Litla stúlkan hljóp út á móti henni, og
þegar hún fór að skoða í pokann, var hann fullur
af skelfiski. Svona fór refurinn litli að því að
draga björg í búið handa heimilisfólkinu, sem
var farið að þjást af hungri.
En þegar ungu mennirnir sáu allan þennan
ljúffenga mat, kom þeim saman um að leggja af
stað strax daginn eftir til að tína skelfisk.
Þá sagði tófa:
„Það er ekki til neins fyrir þá, sem ekki eru
því fljótari að hlaupa, að reyna að komast þangað,
sem ég fann þennan skelfisk.“
Þegar piltarnir heyrðu þetta, hættu þeir við að
fara. Þeir vissu að þýðingarlaust mundi vera fyrir
þá að reyna að komast það, sem tófan komst.
Svo gekk allt sinn vana gang um hríð, tófan í
var heima og lét sér líða vel, kuldinn og harkan
héldu áfram, og fólkið hafði ekkert að borða.
Þá sagði húsbóndinn:
„Til hvers erum við eiginlega að hafa þessa
tófuskömm? Hún gerir ekkert til gagns, heldur
labbar um iðjulaus og ber ekki við að veiða.“
Þetta heyrði refurinn og bærði ekki á sér. En
þegar fólkið vaknaði um nrorguninn, var hann
horfinn.
Að þessu sinni hljóp hann út á ísinn, þang-
að til hann kom að dálítilli glufu. Þar settist hann
oor gæíjðist niður á hafsbotninn og sá mikið af
hvítum smásteinum, sem hreifðust dálítið í hvert
sinn sem bylgja gekk yfir. Þá heyrir hann að
marrar í snjónum, og þegar hann lítur upp, sér
hann stærðar ísbjörn koma lallandi.
„Hvað ert þú að hafast að, tófa góð?“
„Eg sit nú bara hérna að gamni mínu,“ svaraði
rebbi. Þegar ég rek tunguna ofan í saltan sjóinn,
sýnast mér allir lillu, hvítu steinarnir lyftast upp
til mín; það er svo gaman.“
Svo sneri hann sér að birninum og sagði:
„Þú ættir annars að reyna þetta, bangsi minn.
Rektu tunguna eins langt og þú getur ofan í sjó-
inn, og þá sérðu það sama og ég.“
„Getur það verið?“ sagði björninn undrandi.
„Þetta langar mig til að sjá.“
Svo settist hann við vökina, og ákafinn var svo
mikill, að hann teygði tunguna langt, langt niður
í vatnið. En á augabragði læsti frostið sig utan
um hana, svo að hann gat ekki losað sig.
„Togaðu eins og þú lifandi getur,“ hrópaði
skolli hástöfum.
SYRPA
113