Syrpa - 01.04.1947, Side 36

Syrpa - 01.04.1947, Side 36
Og björninn brauzt um af öllum kröftum, en allt kom fyrir ekki; hann sat fastur. Þá vissi refurinn að öllu var óhætt, nú varð björninn að dúsa þar, sem liann var kominn. Hann tók á sprett og hljóp eins og fætur toguðu heim á leið. Litla stúlkan kom út í sömu svifum til þess að gá út á ísinn. Þegar hún sá tófuna koma skopp- andi, flýtti hún sér inn og lirópaði: „Nú kemur tófan og er á harðaspretti.“ Að vörmu spori kom refurinn æðandi inn og sagði: „Kakkakkak, nú er ég búinn að veiða stóran björn, þið verðið að koma með mér og hjálpa mér heim með hann.“ Ungu mennirnir létu ekki segja sér þetta tvisv- ar. Þeir spruttu upp, gripu skutlana sína, þeytt- ust út á ísinn á eftir tófunni og námu ekki staðar fyrr en þeir komu þar að, sem björninn sat blý- fastur. Þeir þurftu ekki annað en stinga í hann skutlunum og draga hann heim, og nú höfðu þeir nóg að borða langalengi. En samt kom að því, að bjarnarkjötið þraut. Þá tók faðir stúlkunnar enn að storka tófunni og sagði: „Hvað er þessi tófuskömm eiginlega að flækj- ast hér í kofanum? Aldrei dettur lrenni í hug að gera nokkurn hlut til gagns.“ Tófan lá á skákinni sinni og lét eins og hún heyrði ekkert né skildi, en þegar fólkið vaknaði morguninn eftir, var hún löngu horfin. Hún hljóp af stað langt, langt út á ísbreiðuna, þangað til hún var hætt að sjá til lands. Þar ráf- aði hún um til þess að skyggnast eftir einhverju ætilegu, en fann ekki neitt. Þá tók hún sprettinn aftur heim á leið, og loksins kom hún auga á svolitla vök. Hún settist á barminn og gægðist niður í vatnið til að forvitnast um, hvað þar væri á seiði, og sá aragrúa af smádýrum á sveimi. Á meðan hún sat þarna og var að virða fyrir sér þetta síkvika, iðandi líf í vatninu, þá heyrir hún marra í snjónum, lítur við og sér, hvar kemur gríðarstór bjöm, — hann var svo stór, að það er ómögulegt að til sé stærri björn í öllum heim- inum. „Hvað ert þú að hafast að, rebbi litli,“ spurði hann. „O, það er nú svo sem ekki mikið,“ sagði tófan. Ég er að skemmta mér við að horfa hérna á litlu kvikindin í vökinni, þau eru svo skringileg, að ég er búinn að sitja óratíma og góna á þau. Kannske þig langi til að sjá þau?“ „Já, anzi væri það gaman,“ sagði bangsi, því að hann var svo forvitinn, og svo settist hann á hækjur sínar til að skoða litlu dýrin. En hann var ekki fyrr seztur en refurinn tók til að ausa yfir hann sjó og hann var svo niðursokkinn í að horfa í vatnið, að hann uggði ekki að sér. Tófan liélt áfram að ausa og ausa, þangað til komin var þykk klakahúð utan á hann allan og niður á ís- inn; það var nefnilega grimmdarfrost þennan dag, svo að vatnið fraus á augabragði. Þegar tófan hélt að nóg væri komið, gekk hún framan að birninum og sagði: „Líttu snöggvast upp, björn.“ Björninn mjakaði sér svolítið til og leit upp, en þá kom smárifa í klakafeldinn, svo að refur- inn flýtti sér að hrópa: „Uss, það var ekkert, það var ekki nokkur skap- aður hlutur, blessaður haltu áfram að skemmta þér.“ Og björninn hélt áfram að góna ofan í vatnið og tófan að ausa og ausa, þangað til björninn var orðinn eins og klakahrúgald á ísnum. Þegar refurinn hélt að nóg væri komið, gekk hann aftur framan að bangsa og sagði: „Jæja, björn minn góður, láttu nú sjá og stattu upp.“ En björninn gat ekkert annað en deplað aug- unum. Hann var beinfrosinn við ísinn. Þá hljóp refurinn heimleiðis allt hvað af tók. Hann fór svo geyst, að litla stúlkan sá ekki betur, en að hann kæmi í loftinu hliðhallt yfir ísinn; því að eins og við vitum, þá er engu líkara en að tófur hlaupi á hlið, þegar mikil ferð er á þeim. Stúlkan hljóp inn í húsið og lirópaði: „Ó, sjáið þið, hvað tófan hleypur hart! Það er eins og hún fljúgi í loftinu.“ Ekki var hún fyrr búin að sleppa orðinu en tófan kom inn á mitt gólf og æpti hástöfum: „Kakkakkak, ég er búin að veiða stærðar bjarn- dýr! Komið þið undireins að hjálpa mér með það heim, og hafið skutla og ísbrjóta með ykkur.“ Ungu mennimir brugðu við skjótt og hlupu eins og fætur toguðu út á ísinn á eftir tófunni. En hún þaut langt á undan þeim og var brátt úr 114 SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.