Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 187. tölublað . 109. árgangur .
TILBOÐ GILDIR 12.-15. ÁGÚST
Lægra verð - léttari innkaup
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ 20%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM BARION
VÖRUM
ENSKI BOLTINN
RÚLLAR AF STAÐ
Á MORGUN
Í FRÖNSKUM
NETFLIX-
ÞÁTTUM
VINNUR GEGN
SVINDLI HJÁ
SPOTIFY Í SVÍÞJÓÐ
TÓMAS LEMARQUIS 52 STÆRSTA TÓNVEITAN 18ALLT Í BEINNI 10
Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, og
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Group,
segja streymi fólks á Keflavíkurflugvelli ganga ágætlega.
Ekki hafi borist ábendingar um að fólk sé að missa af flugi né
hefur Icelandair þurft að ráðast í seinkun brottfara. Hvorki
Grettir né Ásdís segjast enn sjá afleiðingar af því að sótt-
varnastofnun Bandaríkjanna færði hættumat sitt á ferðalög-
um til Íslands í hæsta stig á mánudag, en stofnunin mælir
gegn því að Bandaríkjamenn ferðist til landsins. Að sögn Ás-
dísar hafa félaginu ekki borist afbókanir á ferðum. „Það er
ennþá of snemmt að segja til um hvort þetta muni hafa ein-
hver áhrif,“ segir Ásdís.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Örtröð í Leifsstöð
Rebekka Líf Ingadóttir
Urður Egilsdóttir
Skólastarf í flestum framhaldsskól-
um hefst í næstu viku og ljóst að sú
ákvörðun stjórnvalda að framlengja
gildandi sóttvarnaaðgerðir um tvær
vikur mun hafa áhrif á skólastarf.
Nemendur og starfsfólk þurfa því að
lúta tvö hundruð manna samkomu-
takmörkunum, eins metra nándar-
reglu og grímuskyldu. Hljóðið í nem-
endum er þungt en margir hverjir
eru nú á leið á sitt þriðja og síðasta
framhaldsskólaár og finna fyrir gríð-
arlegum missi, þar sem fæstir hafa
upplifað eitt óskert skólaár í fram-
haldsskólagöngunni. „Við erum með
fullskipulagt skóladagatal fyrir fé-
lagslífið út skólaárið og búin að
skipuleggja eins og þetta yrði venju-
legt skólaár en síðan kemur annað í
ljós núna á síðustu vikum,“ segir
Kári Freyr Kristinsson, forseti nem-
endafélags Verzlunarskólans. Guð-
rún Inga Sívertsen, skólastjóri
Verzlunarskólans, tekur undir
áhyggjur Freys. Hún segir að skóla-
stjórnendur geti ekki leyft stórar
samkomur. „Við erum með um 1.100
nemendur og því gefur augaleið að
félagsstarfið verður öðruvísi, að
minnsta kosti til að byrja með,“ segir
Guðrún. „Við verðum með 100%
staðnám en fylgjum öllum þeim fyr-
irmælum sem við fáum frá stjórn-
völdum. Þá auðveldar það fyrir okk-
ur að við erum með bekkjarkerfi til
að koma í veg fyrir miklar hópa-
myndanir.“ Guðrún segist þó hafa
áhyggjur af því að stór hluti skólans
verði kominn í sóttkví eftir tvær til
þrjár vikur. „Þetta gekk ágætlega á
síðasta skólaári en nú virðist veiran
vera hjá svo mörgum, og sérstaklega
hjá þeim sem eru ekki í sóttkví og
eru með lítil einkenni. Hún dreifist
hratt, auðvitað hefur maður áhyggj-
ur af því.“ Skólastarf hefst 20. ágúst
og segir Guðrún að starfsfólk hlakki
til að taka á móti nemendum. „Það
verður gaman að hefja skólastarfið,
við vonum bara að það verði með
sem eðlilegustum hætti.“
Þungt hljóð í nemum
- Sumir hafa ekki fengið að upplifa óskert skólaár - Félagsstarfið í mikilli óvissu
MNemendur finni … »2, 4 og 34
_ Hákon Hákonarson, sérfræð-
ingur í lungna- og genarann-
sóknum á barnasjúkrahúsi í Fíla-
delfíu, hefur, í gegnum félag sitt
Arctic therapeutics, fjárfest í tug-
um véla sem geta lesið út úr svo-
kölluðum hraðprófum. Vélarnar
hafa nú þegar verið teknar í notkun
til að greina kórónuveiruna en Há-
kon segir það einungis upphafið.
Vélarnar muni í náinni framtíð
geta greint tugi kvilla á örfáum
mínútum, allt frá aukinni hættu á
blóðtappamyndun til sjálfsofnæmis-
sjúkdóma. Nú þegar eru 25 próf í
þróun hjá fyrirtækinu sem fram-
leiðir vélarnar, Lumira, sem er sjö
ára gamalt líftæknifyrirtæki með
staðfestu í Bretlandi. »30
Hraðpróf gegn fleiri
kvillum en Covid-19