Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 V ígasveit DC-myndasagna- heimsins, kennd við sjálfs- víg, Suicide Squad, er nú snúin aftur og án ákveðins greinis í þetta sinn. Fyrri mynd frá árinu 2016, sú sem var með greini, þótti afleit, eins og sjá má á neikvæð- um dómum á Rotten Tomatoes og Metacritic og áttu kannski fáir von á því að önnur mynd yrði gerð. Sem betur fer var vanur maður kallaður til, James Gunn, sá hinn sami og gerði hina bráðskemmtilegu Guardi- ans of the Galaxy þar sem sagði einn- ig af hópi hetja af ýmsu tagi, þeirra á meðal talandi tré og þvottabirni. Í Sjálfsvígasveitinni er ekkert tré eða þvottabjörn en í staðinn talandi blendingur manns og hákarls. Já, þetta er þannig mynd og líklega betra að slökkva á allri rökhugsun áður en myndin hefst. Þessi útgáfa af Sjálfsvígasveitinni er miklu betri en sú fyrri, sem betur fer. Gunn fær lausan tauminn og það hefur greinilega borgað sig. Það skal þó tekið fram að myndin er afar of- beldisfull, menn eru slitnir í sundur, étnir, hausar springa og þar fram eft- ir götunum. Því ber að virða aldurs- takmarkið og foreldrum ráðið frá því að fara með börn undir 16 ára aldri á myndina. Ofbeldið er líka fáránlegt en subbuskapurinn gerir það að verk- um að stundum þykir manni nóg um. Þetta er ekki mynd fyrir klígju- gjarna, svo mikið er víst. Í stuttu máli segir í myndinni af nokkrum ofurglæpamönnum sem eru bak við lás og slá en er lofað styttingu á fangelsisdómum taki þeir að sér lífshættulegt verkefni. Hópurinn er sendur að eyjunni Corto Maltese þar sem valdarán hefur átt sér stað og herforingjastjórn ræður nú yfir risa- vaxinni geimveru sem stýrt er af brjáluðum vísindamanni sem nefnist The Thinker, eða Hugsuðurinn. Geimveran lítur út eins og kross- fiskur úr teiknimynd fyrir börn, með risavaxið auga í miðjunni og getur auk þess gotið óteljandi litlum kross- fiskum sem fljúga og festa sig á andlit fólks og soga úr því lífsorkuna. Við það vex geimveran og eflist. Já, þetta er þannig mynd! Geimverunni er haldið í risavöxnum tanki í tilrauna- stöðinni Jötunheimum og hún losnar auðvitað úr prísundinni með tilheyr- andi mannfalli og eyðileggingu, eins og við mátti búast. Ofbeldisorgían hefst strax í byrjun myndar þegar önnur vígasveit er stráfelld á strönd Corto Maltese (sú eyja er ekki til í raun og veru, svo það komi nú fram). Allir nema hin snar- klikkaða Harley Quinn (Robbie) sem er tekin höndum og færð í höll hins nýja einræðisherra og einnig for- sprakki hópsins, Rick Flag, sem leit- ar á náðir uppreisnarmanna. Á sama tíma læðist önnur vígasveit á land, sú sem myndin segir af. Fer þar Blood- sport (Elba) fremstur, lífsþreytt meistaraskytta og honum til fulltingis eru Polkadot Man eða Doppumaður- inn (Dastmalchian), Ratcatcher 2 (Melchior), talandi hákarlinn King Shark (Stallone) og Peacemaker (Cena). Þetta er kostulegur og furðu- legur hópur, Bloodsport og Peace- maker báðir skyttur (Cena er í kjána- legasta búningi sem ég hef nokkurn tíma séð í kvikmynd af þessu tagi), hákarlinn þjónar þeim eina tilgangi að éta fólk, Doppumaðurinn skýtur doppum sem eyða því sem fyrir verð- ur (!) og Ratcatcher 2 getur stjórnað rottum. Svo óheppilega vill til að leið- toginn Bloodsport er með rottufælni sem býður upp á nokkra brandara. Óþarfi er að fara nánar út í sögu- þráðinn, þetta er hreinasta della frá upphafi til enda en skemmtileg della þó, spaugið oftast gott og bleksvart. Þótt ofbeldið sé yfirgengilegt er það líka notað með gamansömum hætti, t.d. þegar höfuð manns horfir ótta- slegið og blikkar augum til bíógesta úr hákarlskjafti. Harley Quinn er sem fyrr bráðskemmtileg í túlkun Robbie, algjörlega samvisku- og sið- laus að vanda og stendur uppi sem skemmtilegasta sögupersónan. Þá er hinn skoski Peter Capaldi kostulega útlítandi sem Hugsuðurinn, með ein- hvers konar pípur sem standa út úr sköllóttu höfðinu (sjá mynd). Cena þarf svo ekkert að gera til að vera hlægilegur, með sína risavöxnu hand- leggsvöðva, ferkantaða andlit og hjálm á höfði sem líkt er í myndinni við klósettsetu. Leikstjórinn Gunn fagnar fáránleikanum í þessu öllu saman og ýkir eftir bestu getu, enda eina rétta nálgunin. Það þýðir ekkert að bjóða upp á dramatík og alvarleika í svona furðuheimi, eins og maður finnur fyrir í eina dramatíska atriði myndarinnar sem snýst um erfiða æsku og hefði gjarnan mátt sleppa. Suicide Squad er mikið sjónarspil og skemmtileg á heildina litið, þrátt fyrir að skorta persónur sem hægt er að finna til og halda með. Hér eru engar hetjur og hið góða tekst ekki á við hið illa sem er ágætistilbreyting frá hasar- og ofurhetjuformúlunni. Ofbeldið og grínið minnir á hina prýðilegu Deadpool og líkt og í henni er kjánagangurinn í fyrirrúmi. Inni- haldið er vissulega lítið og sagan þunn en hasarinn og fjörið bæta upp fyrir það. Fáránleikanum fagnað Háskaför Sjálfsvígasveitin svonefnda með nokkrum uppreisnarmönnum á Corto Maltese, eyjunni sem er ekki til. Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Egilshöll, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Suicide Squad bbbmn Leikstjóri og handritshöfundur: James Gunn. Byggt á myndasögu Johns Ostr- anders. Aðalleikarar: Margot Robbie, Idris Elba, John Cena, Viola Davis, Joel Kinnaman, Peter Capaldi, Daniela Melchior, Sylvester Stallone og David Dastmalchian. Bandaríkin, 2021. 132 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Vígaleg Harley Quinn er sem fyrr kostuleg í túlkun Margot Robbie. Hugsuður Skoski leikarinn Peter Capaldi leikur The Thinker, þ.e. Hugsuðinn, í Suicide Squad. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 96% THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND DWAYNE JOHNSON EMILY BLUNT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.