Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 59
Hæfniskröfur:
• Reynsla af verslunarstörfum
• Góð þjónustulund
• Stundvísi
• Snyrtimennska
• Góð íslensku kunnátta
Hæfniskröfur:
• Bílpróf
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Stundvísi
• Snyrtimennska
• Góð íslensku kunnátta
Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina.
Umsóknir fyrir bæði störfin ásamt ferilskrá skal senda á atvinna@rafkaup.is fyrir ""$ #&!'% 2021.
Sölumaður
í verslun
Starfsmaður
á lager
Óskum eftir að ráða sölumann í Rafvörumarkaðinn.
Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf,sölumennska,
vöruframsetning og uppsetning, innkaup, áfylling ofl.
Óskum eftir að ráða starfsmann á lager í Rafkaup.
Í starfinu felast öll almenn lagerstörf, s.s. Vöruafgreiðsla til
viðskiptavina, tiltekt og afgreiðsla pantana, vörumóttaka
og frágangur, áfyllingar, vörutalningar, útkeyrsla og fleira.
Vinnutími er virka daga frá kl. 09-18 og ein til tvær helgar
í mánuði, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudag frá
12-16. Um fullt starf er að ræða.
Vinnutími er alla virka daga frá kl. 8:00-17:00.
Um fullt starf er að ræða.
Lögfræðingur
Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni
ráða í starf lögfræðings.
Starfið felur einkum í sér athugun og grein-
ingu á málum sem eru til meðferðar hjá
umboðsmanni og samskipti þeim tengd. Í því
felst m.a. að greina þarf lögfræðileg álita-
efni og gera tillögur að niðurstöðu auk þess
að inna af hendi önnur verkefni á skrifstofu
umboðsmanns, s.s. ráðgjöf og leiðbeiningar
til þeirra sem leita til embættisins.
Leitað er að lögfræðingi með embættis-
eða meistarapróf í greininni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig
eftir stjórnsýslurétti eða skyldum greinum
í námi eða hafi starfsreynslu á því sviði.
Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á
íslensku.
Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku
og kunnáttu í einu Norðurlandamáli.
Um er að ræða krefjandi starf á sviði lög-
fræði. Lögð er áhersla á að umsækjendur
geti unnið sjálfstætt að greiningu og úr-
lausn lögfræðilegra álitaefna, séu skipu-
lagðir og hafi gott vald á aðferðafræði
lögfræðinnar.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til
að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og
lipurð í mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar
hæfniskröfur eru hvattir til að senda inn
umsókn. Um starfskjör fer eftir kjara-
samningi og nánara samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
starfsferil og önnur atriði skal senda á net-
fangið postur@umbodsmadur.is eða á skrifstofu
umboðsmanns Alþingis, Þórshamri, Templara-
sundi 5, 101 Reykjavík, merkt: Starfsumsókn.
Þess er óskað að í umsókn um starfið verði gerð
grein fyrir þekkingu og reynslu umsækjanda í
samræmi við framangreint og að staðfesting um
nám fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá
umboðsmanni Alþingis í síma 510 6700.
BYGG býður þér til starfa
Uppsláttarsmiðir
Óskað er eftir vönum uppsláttarsmiðum í
uppmælingu, næg verkefni framundan.
Upplýsingar veitir Gunnar S: 693-7310
– gunnar@bygg.is
BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG)
hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000
glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið
hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara
og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er
meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru
á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt
starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
fasteignir