Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 67
ÍÞRÓTTIR 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Það hefur sannarlega gustað
um Íslendingaliðið Esbjerg, sem
leikur í dönsku B-deildinni, eftir
að Þjóðverjinn Peter Hyballa tók
við stjórnartaumum þess í kjöl-
far þess að Ólafur Helgi Krist-
jánsson var látinn taka pokann
sinn fyrr í sumar.
Þegar Hyballa var búinn að
vera við stjórnvölinn í örfáar
vikur bárust fréttir frá Dan-
mörku um að leikmenn vildu
losna tafarlaust við nýráðinn
aðalþjálfara sinn þar sem hann
var sagður beita þá líkamlegu
og andlegu ofbeldi.
Nokkrum vikum síðar var
fjórum leikmönnum liðsins
meinað að æfa með aðalliðs-
hópnum, þeir máttu æfa af
sjálfsdáðum eða með U19-ára
liði félagsins. Leikmanna-
samtökin í Danmörku skárust í
leikinn og tilkynntu þessa
ákvörðun til vinnueftirlitsins þar
í landi.
Hann sagði svo starfi sínu
lausu í gær eftir aðeins sjö
vikna starf. Hyballa var ekki á
því að fara þegjandi og hljóða-
laust og sagði við hollenska
blaðið AD að hann sjálfur hefði
verið fórnarlamb uppreisnar
meðal leikmanna liðsins sem
hefði orðið til þess að honum
var bolað í burtu.
Kvaðst Þjóðverjinn hafa
verið lagður í einelti þar sem
staðarblaðið í Esbjerg hefði til
að mynda verið með spjótin á
lofti og fundið honum allt til
foráttu og leikmennirnir hefðu
sent stjórn félagsins bréf til að
kvarta undan honum.
Hvort heldur sem var –
væntanlega er einhver sann-
leikur í ásökunum leikmanna og
hugsanlega sannleikskorn í
ásökunum Hyballa einnig – var
það orðið morgunljóst að sam-
starfið var andvana fætt.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
fyrri leiknum. Við trúum því að við
getum slegið Skotana út og þessum
leik fylgir bara tilhlökkun.“
Undirbúningurinn skilar sér
Góðum úrslitum í Evrópuleikjum
fylgir aukið leikjaálag ef liðum tekst
að komast áfram í útsláttarfyr-
irkomulaginu. Íslenska knatt-
spyrnusumarið er í styttri kant-
inum, þótt það sé orðið lengra en
áður, og stutt er á milli leikja hjá
Breiðabliki þessa dagana. Ef síðustu
vikur eru skoðaðar þá lék Breiða-
blik gegn Keflavík á sunnudegi,
Austria Wien heima á fimmtudegi,
Víkingi á mánudegi, Aberdeen á
fimmtudegi, Stjörnunni síðasta
mánudag og gegn Aberdeen úti í
kvöld.
Hvað segir Höskuldur um stöð-
una á mannskapnum? Eru leikmenn
liðsins ekki farnir að verða stífir eða
þreyttir? „Á heildina litið erum við
bara góðir. Við æfðum gífurlega vel
í vetur til þess að mæta því ef við
þyrftum að spila tvo til þrjá leiki á
viku eins og raunin er orðin. Við
æfðum af miklum krafti til að vera
ekki með kjálkann hangandi niðri og
gasaðir þegar leikjaálagið myndi
aukast. Við vildum vera í þeirri
stöðu að líkaminn væri búinn að
jafna sig þremur dögum eftir leik og
myndi höndla álagið.
Hingað til hefur þetta tekist að
mér finnst. Okkur hefur tekist að
halda sömu ákefð í leikjum þótt við
séum stundum að spila hér heima,
stundum úti, stundum á gervigrasi
og stundum á grasi. Gott undirbún-
ingstímabil bjó til þetta ásigkomu-
lag sem við erum í og taktinn sem
okkur tekst að halda. Gögn styðja
það eins og hlaupatölur og fleira.
Þetta er orðið svo vísindalegt og
menn geta ekkert slaka á lengur.
Það er alltaf fylgst með manni,“
sagði Höskuldur og glotti en þar vís-
aði hann til Catapult-vestanna sem
flest úrvalsdeildarlið hérlendis hafa
tekið í notkun en í þeim eru GPS-
kubbar sem greina allt sem leik-
mennirnir gera.
Blikarnir ætla að sækja til
sigurs á skoskri grundu
- Síðari leikur Aberdeen og Breiðabliks í Sambandsdeildinni fer fram í kvöld
Í Laugardal Árni Vilhjálmsson skorar úr vítaspyrnu í fyrri leiknum gegn Aberdeen í síðustu viku.
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fiðringurinn er vafalaust farinn að
aukast hjá leikmönnum og stuðn-
ingsmönnum Breiðabliks en í kvöld
kemur í ljós hvort liðinu takist að
komast áfram í Sambandsdeild
UEFA í knattspyrnu. Síðari leikur
Aberdeen og Breiðabliks í 3.umferð
fer fram á Pittodrie Stadium í Skot-
landi í kvöld.
Aberdeen hafði betur 3:2 í fjör-
ugum leik á Laugardalsvelli í síð-
ustu viku. Skoska liðið komst þá 2:0
en Blikum tókst að jafna. Aberdeen
skoraði sigurmarkið og hefur því
eins marks forskot. Fyrir liggur að
liðið sem kemst áfram mætir næst
sigurvegaranum úr rimmu AEL Li-
massol frá Kýpur og Qarabag frá
Aserbaídsjan.
„Ein af ástæðum þess að maður
er í boltanum er þessi gulrót að
geta borið sig saman við stóru liðin
erlendis. Við förum þarna út hug-
aðir og hugrakkir. Þá verður þetta
ekkert eðlilega gaman,“ sagði
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði
Breiðabliks, þegar Morgunblaðið
ræddi við hann áður en Blikar
héldu utan. Höskuldur lítur svo á
að rimma liðanna sé galopin eftir
fjörugan fyrri leik á Laugardals-
velli.
„Við ætlum að fara til Skotlands
og sækja til sigurs. Engin spurning.
Einvígið er galopið og í fyrsta skipti
í langan tíma hafa útivallarmörkin
ekki auka vægi. Það hentar okkur í
þessu tilfelli því þeir skoruðu þrjú í
Enska knattspyrnufélagið Leicest-
er City er að ganga frá kaupunum á
danska miðverðinum Jannik Vest-
ergaard frá Southampton. Kaup-
verðið er sagt vera 15 milljónir
punda. Leicester hefur verið í leit
að miðverði eftir að í ljós kom að
Frakkinn ungi Wesley Fofana fót-
brotnaði í æfingaleik á dögunum.
Jonny Evans er auk þess meiddur í
um mánuð og því farið að gæta
nokkurs miðvarðahallæris hjá Leic-
ester. Vestergaard er 29 ára gamall
og lék alla sex leiki Danmerkur á
Evrópumótinu í sumar.
Daninn á leið til
Leicester City
AFP
Leicester Vestergaard er væntan-
lega á förum frá Southampton.
Þýski knattspyrnuþjálfarinn Peter
Hyballa sagði í gær starfi sínu lausu
sem aðalþjálfari danska B-deildarliðs-
ins Esbjerg, sem Ísak Óli Ólafsson og
Andri Rúnar Bjarnason leika með.
Hyballa entist aðeins sjö vikur í
starfinu eftir að þjálfaraaðferðir hans
voru gagnrýndar harðlega. Var hann
m.a. sagður beita leikmenn líkamlegu
og andlegu ofbeldi.
Hyballa sagðist þó sjálfur hafa orð-
ið fyrir einelti og að samsæri leik-
manna, sem vildu hann burt, hefði á
endanum orðið til þess að hann ákvað
að láta gott heita.
Hættur eftir sjö
vikur í starfi
Ljósmynd/Esbjerg
Hættur Peter Hyballa stoppaði stutt
við hjá danska félaginu Esbjerg.
Aganefnd KSÍ
sektaði í gær
Grindavík annars
vegar og Þór frá
Akureyri hins
vegar um 50.000
krónur vegna
ummæla þjálfara
liðanna eftir tap-
leiki í Lengju-
deild karla, þeirri
næstefstu á Ís-
landsmótinu.
KSÍ greinir frá því að ummælin
séu til þess fallin að skaða ímynd ís-
lenskrar knattspyrnu og með þeim
hafi verið vegið að heiðarleika dóm-
ara. Ummælin komu fram í við-
tölum þjálfara liðanna við vefmið-
ilinn Fótbolta.net.
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari
Þórs, var allt annað en sáttur við
störf dómarans Guðgeirs Einars-
sonar og aðstoðarmanna hans er
Þór tapaði fyrir Fram á heimavelli
27. júlí, 0:2.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari
Grindavíkur, lét sín ummæli falla
um dómarann Helga Mikael Jón-
asson og aðstoðarmenn hans eftir
1:2-tap á útivelli gegn Fjölni degi
síðar.
Grindavík er með 20 stig í 7. sæti
deildarinnar og Þór er með 19 stig í
8. sæti og sigla þau hinn svokallaða
lygna sjó í deildinni. sport@mbl.is
Tveir þjálfarar
sektaðir fyrir
munnsöfnuð
Sigurbjörn
Hreiðarsson.
Tvö lið sem eru í baráttunni í neðri
hluta úrvalsdeildarinnar slógu út
tvö önnur úrvalsdeildarlið í 16-liða
úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.
Joey Gibbs skoraði tvívegis þeg-
ar Keflavík vann KA 3:1. Christian
Volesky skoraði einnig en Sebast-
ian Brebels gerði mark KA. Ísak
Snær Þorvaldsson skoraði eina
markið þegar ÍA vann FH 1:0 á
Akranesi. FH-ingurinn Jónatan
Ingi Jónsson fékk rauða spjaldið í
leiknum en sumarið er að þróast út
í vonbrigði í Kaplakrikanum.
Tvö úrvalsdeildarlið til viðbótar
komust áfram í gær, Valur og HK,
en úrslitin í leik Fylkis og Hauka
lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í
prentun. Húsvíkingar fengu erfitt
verkefni þegar þeir heimsóttu Vals-
menn á Hlíðarenda og Valur vann
6:0. HK-ingar voru einnig á skot-
skónum gegn KFS í Kórnum og
unnu 7:1. Völsungur leikur í 2. deild
Íslandsmótsins en KFS í 3. deild.
Á þriðjudag komust ÍR og Vestri
áfram og í kvöld eigast við Reykja-
víkurliðin Víkingur og KR.
Keflavík og ÍA slógu KA og
FH út úr bikarnum
Morgunblaðið/Eggert
Hlíðarendi Sigurður Egill Lárusson
skoraði gegn Völsungi í gær.
mannssonar og Hauks Helga Páls-
sonar, sem eru orðnir á meðal
reyndustu manna liðsins. Jón Axel
Guðmundsson og Styrmir Snær
Þrastarson eru ekki heldur með.
Kristófer Acox kemur hins vegar
inn í landsliðið á ný.
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik mætir Svartfjallalandi í
forkeppni HM í dag. Leikið er í
Podgorica í Svartfjallalandi en þar
verður riðillinn spilaður á nokkrum
dögum vegna heimsfaraldursins og
sóttvarnaráðstafana.
Danmörk er einnig í riðlinum og
mun íslenska liðið því leika fjóra
leiki í Podgorica. Leikurinn gegn
heimamönnum hefst í dag klukkan
18 að íslenskum tíma.
Búast má við erfiðum leik enda
mikil körfuboltahefð í ríkjum
gömlu Júgóslavíu. Svartfjallaland
er þó fámennt ríki eins og Ísland en
hefur oftar en ekki haft betur á
Smþjóðaleikunum. Þá var Svart-
fjallaland með hörkulið þegar liðin
lentu saman í riðli í undankeppni
EM 2012 og vann báða leikina gegn
Íslandi.
Eins og fram kom fyrr í vikunni
saknar íslenska liðið Martins Her-
Fyrsti landsleikurinn af
fjórum í Svartfjallalandi
Morgunblaðið/Eggert
Troðsla Kristófer Acox ætti að
nýtast í frákastabaráttunni.