Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 65

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 tengslin við fólk eru þó alltaf í fyrsta sæti hjá Ingibjörgu eins og var á Víðimelnum í æsku. „Það allra mikil- vægasta er að njóta samvista með fjölskyldu minni og góðu fólki.“ Fjölskylda Eiginmaður Ingibjargar er Krist- ján Jóhannsson, stjórnarformaður Icepharma hf. Foreldrar hans eru hjónin Jóhann Gíslason, f. 1.5. 1925, d. 9.5. 1968, deildarstjóri flug- rekstrar- og tæknideildar Flug- félags Íslands, og Vilborg Guðrún Kristjánsdóttir, f. 29.3. 1930, fyrr- verandi ritari á skrifstofu forseta Ís- lands. Börn Kristjáns og Ingibjargar eru 1) Jóhann Ingi, f. 11.9. 1975, við- skiptafræðingur, maki Inga Rósa Guðmundsdóttir, breytinga- og gæðastjóri Lyfjastofnunar. Þau eiga börnin Kristján Inga, f. 2003, Guð- veigu Lísu, f. 2007, Guðmund Orra, f. 2009 og Jóhann Má, f. 2012. 2) Sig- ríður Ósk, f. 21.5. 1978, söngkona og tónlistarkennari. Hún á dótturina Helenu Ingu Kristinsdóttur, f. 2014. 3) Guðrún Helga, f. 26.6. 1986, fata- hönnuður og MBA-nemi, maki Eld- ur Ólafsson, forstjóri AEX Gold. Þau eiga dæturnar Íseyju, f. 2010, Grímheiði, f. 2014, og Ingibjörgu Drífu, f. 2019. Systkini Ingibjargar eru Sigrún Ingibjörg, f. 18.8. 1950 ; Dóra, f. 30.7. 1954 ; Egill Þór, f. 25.5. 1958, og Anna Laufey, f. 13.4. 1962. Foreldrar Ingibjargar eru hjónin Sigurður Helgi Egilsson, f. 5.2. 1921, d. 27.4. 2001, forstjóri LÍÚ, og Sig- ríður Aðalbjörg Þorláksdóttir Bjarnar, f. 25.4. 1927, d. 16.9. 2012, húsfreyja. Ingibjörg Sigurðardóttir Ingibjörg Þorkelsdóttir húsfreyja á Rauðará í Reykjavík Sigurður Þorsteinsson fasteignasali og rithöfundur á Rauðará í Reykjavík Sigrún Sigurðardóttir Bjarnar húsfreyja á Rauðará í Reykjavík Þorlákur Vilhjálmsson Bjarnar bóndi á Rauðará í Reykjavík Sigríður Aðalbjörg Þorláksdóttir Bjarnar húsfreyja í Reykjavík Sigríður Aðalbjörg Þorláksdóttir húsfreyja í Kaupangi, Öngulsstaðahr., Eyjaf. og á Rauðará við Reykjavík Vilhjálmur Bjarnarson Bjarnar trésmiður og bóndi í Kaupangi og síðar á Rauðará við Reykjavík Helga Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Jónsson bóksali og bókbindari í Reykjavík Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík Egill Guttormsson stórkaupmaður í Reykjavík og form.VR og í stjórn Verslunarráðs Íslands o.fl. Elín Sigríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Ósi í Hörgárdal Guttormur Einarsson bóndi á Ósi í Hörgárdal Úr frændgarði Ingibjargar Sigurðardóttur Sigurður Helgi Egilsson stórkaupmaður í Reykjavík og forstjóri LÍÚ Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Veitingamenn athugið! Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús „EKKI AÐ FURÐA AÐ HÚN HAFI HÆTT. HÉR ER ALLT Á HLIÐINNI Í REKSTRINUM.“ „ÉG EYDDI MILLJÓN Í AÐ HLJÓÐEINANGRA STOFUNA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hitta vinina á zoom. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ VERA FORELDRI HVERSU MÖRG BÖRN ÁTTU? FJÖRUTÍU OG SJÖ ÞAÐ ERU MARGIR FORELDRAFUNDIR HANN ER ALGERT KRÚTT! HVAÐ HEITIR HANN? MÁ ÉG HALDA Á HONUM? ÉG FINN TIL MEÐ ÞÉR! HÆ! HÆ! HÆ! HÆ, ÖLLSÖMUL ! Þessi staka eftir Sigurð Breiðfjörð kemur ósjálfrátt upp í hugann eins og veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga: Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum Ingólfur Ómar sendi mér tölvupóst á þriðjudag: „Veðrið leikur aldeilis við okkur hér syðra. Þetta minnir helst á blíðuna fyrir norðan í byrjun júlí og það er svo sannarlega óhætt að vera glaður í hjarta sínu. Datt í hug að gauka að þér vísu“: Faldi skærum sveipast sær sólin hlær og guðsrödd talar. Laufið bærir ljúfur blær lindin tær við blómin hjalar. Einar K. Guðfinnsson sendi mér póst: „Eyþór Árnason frá Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði gaf út ljóða- bók fyrir nokkrum árum sem heitir Hundgá úr annarri sveit. Á dögunum átti hann afmæli og fékk þá með- fylgjandi afmæliskveðju frá sveit- unga sínum Gunnari Rögnvaldssyni“: Kvöldsólin kyrrðina skrýðir þú kastar frá vel þekktum reit. Stendur þar hljóður og hlýðir á „hundgá úr annarri sveit“. Anton Helgi Jónsson skrifaði á Boðnarmjöð á mánudag: „Hlýnun er nánast í beinu hlutfalli við uppsafn- aða losun manna á gróðurhúsa- lofttegundum en hún hefur verið stórfelld. Áætlað er að menn hafi losað um það bil 2.390 milljarða tonna af koltvísýringi frá 1850 til 2019. Meginþorri þeirrar losunar er vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi.“ Þessari at- hugasemd lætur hann fylgja ljóðið „Minningar af heiði“: Með leynd yfir háa heiði oft hef ég á trukknum keyrt hann bensínið brúkar hljóður svo burr geta fæstir heyrt. Ég rata að laut sem löngum í leiðslu ég kanna einn en för eftir dekk og fætur þar finnur samt ekki neinn. Þótt ýmislegt muni mosinn af mér verður fátt eitt sagt en andvörp og humm úr húddi fékk himinn á minnið lagt. Eggert J. Levy yrkir „Um veiði- ferðir og golf“: Okkar leiðir lágu hjá litlum heiðarsporðum allir veiða vildu þá vatnaseiðin forðum. Golfið seiðir góða menn gerir leiðan miska upp til heiða aftur senn enn að veiða fiska. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nú er ort um sólina og veðrið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.